Það hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu eftir góða byrjun á mótinu
| | 4. júlí 2009 - Akureyri handboltafélag skrifarU-19 ára liðið hafnaði í 8. sæti opna EvrópumótsinsÍ dag var leikið um sæti á opna Evrópumótinu hjá U-19 ára landsliðum. Ísland lék gegn Úkraínu um sjöunda sætið. Fyrri hálfleikur gekk ekki sem skyldi hjá íslenska liðinu sem var sex mörkum undir í hálfleik, 12-18. Í seinni hálfleik náðu strákarnir að saxa á forskot Úkraínu en ekki nóg þannig að niðurstaðan varð tveggja marka tap, 28-30. Ísland hafnaði því í 8. sæti á mótinu. Oddur Gretarsson setti ekki mark sitt á leikinn í dag, reyndar vitum við ekki hvort hann lék eitthvað með.
Annars urðu úrslit mótsins þannig að Slóvenía varð númer 1, Portúgal númer 2, Noregur í þriðja sæti og Rússland í því fjórða.
Hægt er að skoða öll úrslit og stöðu á mótinu með því að smella hér. |