Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Oddur, Heimir og Guðmundur voru drjúgir í leiknum í dag





14. október 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Jafntefli 24-24 í dramatískum leik hjá Haukum og Akureyri

Leik Hauka og Akureyri var að ljúka með jafntefli 24-24. Heimildir okkar segja að Akureyri hafi verið betra liðið lengst af í leiknum og á æsispennandi lokamínútum var jafnt á öllum tölum en Akureyri ávallt með frumkvæðið. Það voru Haukar sem jöfnuðu með síðasta marki leiksins úr vítakasti.

Lið Akureyrar kom öflugt til leiks og komst í 1-3 áður en Haukar jöfnuðu. Vörn Akureyrar var öflug og liðið hafði góð tök á leiknum, var yfir 5-8 og 8-10 en Haukar náðu að jafna í lok hálfleiksins og skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks þannig að þeir fóru með 13-12 forystu til hálfleiks. Árni Þór Sigtryggsson og Oddur Gretarsson voru drýgstir í markaskoruninni með 3 mörk hvor.

Í upphafi seinni hálfleiks komust Haukarnir í 16-14 en Akureyri var ekkert á því að gefast upp og með góðri vörn og fínum sóknarleik sneru þeir taflinu við og náðu tveggja marka forystu 19-17. Haukar jöfnuðu í 19-19 og lokakaflinn var sannkölluð háspenna.

Birkir Ívar var hetja Haukanna og hélt þeim á floti með stórbrotinni markvörslu og Hafþór Einarsson sýndi raunar líka að hann kann ýmislegt fyrir sér í Akureyrarmarkinu. Akureyri hélt frumkvæðinu í leiknum en Haukarnir náðu alltaf að jafna.


Halldór Logi Árnason skorar fyrir Akureyri í leiknum í kvöld
hjá Birki Ívari Guðmundssyni, sem kemur engum vörnum við að þessu sinni. Mynd: mbl.is/Kristinn

Heimir Örn Árnason kom Akureyri í 23-24 þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Sigurbergur Sveinsson sem oft hefur reynst okkur erfiður jafnaði úr vítakasti í 24-24. Akureyri fékk upplagt tækifæri til að komast yfir en Birkir Ívar varði dauðafæri af línunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Haukar tóku leikhlé en Hafþór Einarsson varði síðasta skot þeirra með tilþrifum og jafntefli því niðurstaðan í hreint mögnuðum spennuleik.

Hörður Fannar og Guðlaugur Arnarsson voru báðir veikir og má segja að meðalhæðin í vörninni hafi því lækkað töluvert.

Unga skyttan, Guðmundur Hólmar Helgason missti af Valsleiknum en kom sterkur inn að þessu sinni og Jónatan Magnússon spilaði einnig í dag. Jonni var í viðtali við blaðamann mbl eftir leikinn og sagði þar: „Fyrirfram hefði maður verið mjög ánægður að ná jafntefli við Hauka á Ásvöllum en mér fannst að við hefðum átt að vinna. Við vorum skrefinu á undan nær allan tímann og fengum dauðafæri undir lokin til að gera út um leikinn. Ég var virkilega ánægður með vörnina og sóknarleikurinn var betri núna en í leiknum á móti Val. Við ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni í vetur og við getum svo sannarlega byggt ofan á þetta stig. Okkar stuðningsmenn eru búnir að bíða lengi eftir fyrsta heimaleiknum og með þessum úrslitum held ég að við fáum fulla höll í leiknum á móti FH,“ sagði Jónatan.

Hornamaður Hauka, Einar Örn Jónsson var einnig í viðtali við mbl og sagði sína menn hafa mátt þakka fyrir stigið: „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá getum við verið sáttir með þessi úrslit en það er klárt að við ætluðum ekki að tapa stigum á heimavelli í vetur og því erum við svekktir. Sóknarleikurinn hjá okkur er vandamálið. Við náum að gera allar mögulegar útgáfur af feilum í sókninni. Það gerðum við ekki í Evrópuleiknum í Póllandi en þetta er eitthvað sem menn verða að vinna með sjálfum sér. Aron getur ekki lagað þetta. Akureyrarliðið er mjög sterkt sem hefur í sínum röðum reynslubolta og mjög klóka leikmenn. Það er erfitt að spila gegn þeim,“ sagði Einar Örn.

Mörk Akureyrar skoruðu:
Oddur Gretarsson 7 (3 úr vítum), Heimir Örn Árnason 6, Árni Þór Sigtryggsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Jónatan Þór Magnússon 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1, Halldór Logi Árnason 1 og Hreinn Þór Hauksson 1
Hafþór Einarsson stóð í markinu og varði 11 skot

Markahæstir hjá Haukum: Sigurbergur Sveinsson 7 (3 úr vítum), Björgvin Hólmgeirsson 5 og Pétur Pálsson 5.

Eins og fram hefur komið þá er næsti leikur hér heima fimmtudaginn 22. október en þá kemur hitt Hafnarfjarðarliðið, FH í heimsókn og geta menn svo sannarlega farið að hlakka til þess leiks.

Því miður brást bein útsending hjá sportTV.is þar sem netsamband var ekki í lagi á Ásvöllum. Fjölmargir stuðningsmenn Akureyrar voru samankomnir á Greifanum til að fylgjast með útsendingunni en því miður varð ekkert af henni.

Samkvæmt upplýsingum þeirra á sportTV.is var leikurinn þó tekinn upp og verður væntanlega fljótlega hægt að horfa á hann á síðu þeirra.

SportTV.is biður fyrir kveðjur til stuðningsmanna Akureyrar og segjast munu gera allt hvað þeir geta til að bæta okkur skaðann.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson