Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jónatan var óstöðvandi í Safamýrinni í gærkvöldi

20. nóvember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Magnaður sigur á Fram á útivelli

Akureyri sótti magnaðan sigur í Framhúsið í gærkvöldi og þar með sinn þriðja sigur í N1-deildinni. Frammarar mættu þó ákveðnir til leiks og réðu ferðinni fyrri hluta fyrri hálfleiks en á þeim tíma var leikur Akureyrar ekki upp á marga fiska hvorki í vörn eða sókn.

Fram náði þriggja marka forystu 7-4 og hún átti eftir að aukast upp í 9-5. Á þessum tíma hélt Jónatan Akureyrarliðinu á floti en hann skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. En á þessum tímapunkti small liðið í gírinn, menn fóru að spila grimma vörn, sóknarleikurinn hresstist til mikilla muna og það sem mest var um vert að Hörður Flóki gjörsamlega lokaði markinu með frábærum leik.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks skoraði Akureyri sjö mörk gegn einu marki Fram og tveggja marka forysta Akureyrar 10-12 staðreynd í hálfleik.

En þetta var bara forsmekkurinn af því sem koma skyldi. Akureyri skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og staðan orðin 10-15 og má með sanni segja að aðeins hafi verið eitt lið á vellinum. Áfram var haldið og keyrt yfir heimamenn, staðan varð 11-19 eða með öðrum orðum að á þessum kafla var Akureyri búið að skora 14 mörk gegn 2 mörkum Fram liðsins (fornfrægar tölur)!

Engu skipti þó að Akureyringar væru stundum allt að tveimur færri á vellinum sigurinn var aldrei í hættu og að lokum var öruggur níu marka sigur staðreynd 18-27.

Jónatan Magnússon lék trúlega einn sinn albesta leik á ferlinum og var hreint út sagt frábær. Skoraði 13 mörk í öllum regnbogans litum, úr langskotum og sýndi margar, að maður hélt, löngu gleymdar fintur auk þess sem hann var öruggur á vítapunktinum.

Þá verður að geta frammistöðu Harðar Flóka í markinu en eftir að hann hrökk í gírinn virtist hann algjörlega hafa leikmenn Fram í vasanum og er ekki ofsögum sagt að þeir Flóki og Jónatan hafi verið yfirburðamenn á vellinum.

Mörk Akureyrar: Jónatan Magnússon 13 (4 víti), Oddur Gretarsson 6, Árni Sigtryggsson 2, Heimir Örn Árnason 2, Hreinn Hauksson 2, Guðlaugur Arnarsson 1 og Hörður Fannar Sigþórsson 1.
Hörður Flóki stóð í markinu allan tímann og varði 23 skot.

Hjá Fram var Arnar Bjarki Hálfdánarson markahæstur með 8 mörk(4 víti) og Magnús Stefánsson með 4.

Eftir þennan sigur er Akureyri komið með 7 stig í N1-deildinni og situr sem stendur í 3. sæti en það gæti breyst þegar 6. umferðinni lýkur. Fram situr hins vegar á botninum og er ljóst að eitthvað mikið þarf að gerast á þeim bænum ef ekki á illa að fara.

Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn HK og verður hann miðvikudaginn 25. nóvember í Íþróttahöllinni.

Staðan í deildarkeppni karla eftir leiki dagsins
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Valur6501158 : 1382010:2
2. Haukar4310104 : 9867:1
3. Akureyri6312144 : 14047:5
4. FH5212149 : 14815:5
5. HK5212122 : 128-65:5
6. Grótta5203126 : 12154:6
7. Stjarnan5104114 : 127-132:8
8. Fram6105148 : 165-172:10
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson