Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Aganefnd HSÍ hefur kveðið upp sinn úrskurð

2. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Valsarinn Fannar Friðgeirsson dæmdur í leikbann

Eins og mönnum er í fersku minni varð mikið havarí í lok leiks Vals og Hauka á sunnudaginn þar sem rauð spjöld fóru á loft með tilheyrandi afleiðingum fyrir viðkomandi leikmenn. Ingvar Árnason leikmaður Vals fékk þar að líta rauða spjaldið sem flestir töldu að ósekju í stað Fannars Friðgeirssonar. Nú hefur aganefnd HSÍ úrskurðað í málinu og sem hér segir:

Ingvar Árnason leikmaður Vals fékk útilokun vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu sekúndum leiks Vals og Hauka í M.fl.ka. 29.11.2009. Ljóst er að dómarar fóru leikmannavillt er þeir útilokuðu Ingvar. Ingvar hlýtur því enga frekari refsingu. Fram kom í beinni útsendingu á RUV að það var leikmaður nr. 23 hjá Val, Fannar Þór Friðgeirsson sem var sá seki er Ingvar var útilokaður. Eftir að leik lauk kom Fannar Þór jafnframt til dómara og sagði að það hefði verið hann sem kastaði boltanum í bak Freys. Niðurstaða aganefndar er að Fannar Þór Friðgeirsson er úrskurðaður í eins leiks bann.

Það er því ljóst að Fannar mun ekki leika með Val gegn Akureyri á morgun en væntanlega verður Ingvar í hópnum.


Fannar tekur út leikbannið gegn Akureyri á morgun

Fundargerð aganefndar er á vef HSÍ og er svohljóðandi:

Fundur Aganefndar HSÍ, 1. desember 2009

Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Rögnvald Erlingsson og Vala Valtýsdóttir. Eftirtalin mál voru fyrir fundinum og voru afgreidd:

  1. Lárus Jónsson leikmaður Fram fékk útilokun vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu eftir að leik FH og Fram lauk í M.fl.ka. 26.11.2009. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
  1. Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik FH og Fram í M.fl.ka. 26.11.2009. Hélt hann uppteknum hætti eftir að leik lauk með orðum við dómara sem flokkast undir grófa óíþróttamannslega framkomu sbr. skýringu 6a í leikreglum. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
  1. Freyr Brynjarsson leikmaður Hauka fékk útilokun vegna brots á síðustu sekúndum leiks Vals og Hauka lauk í M.fl.ka. 29.11.2009. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
  1. Ingvar Árnason leikmaður Vals fékk útilokun vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu sekúndum leiks Vals og Hauka í M.fl.ka. 29.11.2009. Ljóst er að dómarar fóru leikmannavillt er þeir útilokuðu Ingvar. Ingvar hlýtur því enga frekari refsingu. Fram kom í beinni útsendingu á RUV að það var leikmaður nr. 23 hjá Val, Fannar Þór Friðgeirsson sem var sá seki er Ingvar var útilokaður. Eftir að leik lauk kom Fannar Þór jafnframt til dómara og sagði að það hefði verið hann sem kastaði boltanum í bak Freys. Niðurstaða aganefndar er að Fannar Þór Friðgeirsson er úrskurðaður í eins leiks bann.

Önnnur mál lágu ekki fyrir

Gunnar K. Gunnarsson formaður.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson