Óskar Bjarni þjálfari Vals var ekki eins hress í viðtali við Andra Yrkil Valsson hjá Mbl:„Þeir voru sterkari í dag, svo einfalt er það í fyrri hálfleik komst vörnin ekki í gang og þar af leiðandi var markvarslan lítil. Þeir voru hins vegar sókndjarfari og það skipti engu hvernig vörn við spiluðum, við vorum alltaf á eftir þeim.“
Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson í lið Valsmanna ræddi við Hjalta Þór Hreinsson á Fréttablaðinu: „Það sem skildi að var stemningin hjá þeim, hún var mun meiri hjá þeim núna og þeir fengu húsið með sér. Það er erfitt að spila á móti þeim í svona ham. Ég ætla ekki að vera að afsaka neitt en það vantaði Fannar (Þór Friðgeirsson) og hann er bara stór partur í þessu liði. Hann er öflugur varnarmaður og hann stillir upp sókninni. Sóknarleikurinn var þó einn sá besti sem við höfum sýnt í vetur, en vörnin var lélegasta vörn sem við höfum spilað í vetur, þetta snerist hjá okkur. Þetta var alveg ótrúlegt. Bubbi var heldur ekki góður í markinu, en af því vörnin var ekki góð.Það er algjör snilld að koma hérna norður, þetta er auðvitað minn heimabær og ég kem einhverntíma aftur til að spila með Akureyri. Mér finnst það líklegt,“ sagði Arnór.