Óskum Jonna til hamingju með viðurkenninguna
| | 16. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifarJónatan Magnússon í liði N1-deildarinnarHSÍ tilkynnti nú í hádeginu val á úrvalsliði fyrsta þriðjungs N1-deildarinnar. Leikmenn Akureyrar Handboltafélags eiga þar einn fulltrúa en Jónatan Magnússon var valinn besti miðjumaðurinn. Sömuleiðis fékk Akureyri Handboltafélag viðurkenningu fyrir að vera með bestu umgjörð á heimaleikjum sínum.
Það var Ólafur Guðmundsson úr FH sem var valinn besti leikmaður deildarinnar en í heildina lítur úrvalslið N1-deildar karla þannig út:
Besti markvörður: Hlynur Morthens, Val Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum Hægri skytta: Ólafur Guðmundsson, FH Miðjumaður: Jónatan Þór Magnússon, Akureyri Besti leikmaður: Ólafur Guðmundsson, FH
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var valinn besti þjálfarinn og þeir félagar Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson bestu dómararnir.
Og eins og áður segir, Akureyri handboltafélag fyrir bestu umgjörð leikja.
Við óskum Jónatan og öllum ofangreindum til hamingju með góðan árangur það sem af er. |