Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Oddur og Guðmundur kunnu vel við sig í Strandgötunni



27. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri í úrslitaleik deildarbikarsins eftir sigur á FH

Akureyri sigraði FH í dag í undanúrslitum Deildarbikarsins sem kenndur er við Flugfélag Íslands. FH skoraði fyrsta mark leiksins en Akureyri svaraði með sex mörkum í röð og náði þægilegri forystu 6-1. Hinn ungi, Guðmundur Hólmar Helgason byrjaði í vinstri skyttunni og skoraði þrjú af þessum sex mörkum.

Þrátt fyrir að FH næði að minnka muninn í 6-4 hafði Akureyri örugga forystu allan fyrri hálfleikinn og liðið endurheimti fimm marka muninn þegar Andri Snær skoraði síðasta mark hálfleiksins úr vinstra horninu og hálfleiksstaðan 18-13.

Varnarleikur Akureyrar var öflugur og sóknarleikurinn gekk vel, Jónatan og Oddur iðnastir við markaskorunina.

Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum en stöðunni 21-15 fyrir Akureyri kom slakur kafli og FH ingar gengu á lagið og minnkuðu muninn í eitt mark 21-20 og allt virtist stefna í hörkuleik síðustu tuttugu mínúturnar. En Akureyrarliðið stóðst pressuna og endurheimti örugga forystu. Hafþór fór mikinn í markinu eftir að hafa verið frekar rólegur í fyrri hálfleik. Varði tvö vítaköst í röð og Oddur Gretarsson fór hamförum í sókninni. Munurinn varð skyndilega sjö mörk, 27-22 og FH liðið virtist játa sig sigrað.

Akureyrarliðið var einfaldlega miklu betra liðið í dag á öllum sviðum handboltans og fór að lokum með níu marka sigur, 35-26.

Í lið Akureyrar vantaði Heimi Örn Árnason sem er meiddur og Hörður Flóki Ólafsson átti ekki heimangengt að þessu sinni. Í lið FH vantaði vissulega nokkra öfluga pósta en manni er það til efs að það hefði breytt miklu eins og Akureyrarliðið lék í dag.

Mörk Akureyrar dreifðust sem hér segir: Oddur Gretarsson 11 (1 víti), Jónatan Magnússon 6 (1 víti), Guðmundur Hólmar Helgason 5, Andri Snær Stefánsson 4, Geir Guðmundsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2 og síðan Árni Sigtryggsson, Guðlaugur Arnarsson og Hreinn Hauksson 1 mark hver.

Í markinu stóð Hafþór mestallan leikinn og varði 17 skot. Siguróli kom inná í lokin og varði 1 skot.

Hjá FH var Ólafur Gústafsson markhæstur með 8 mörk og Hermann Björnsson skoraði 7 mörk.

Á morgun, mánudag mæta strákarnir síðan Haukum í úrslitaleik en þeir unnu Val í hinum undanúrslitaleiknum 29-22. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á SportTV.is.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson