Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Oddur raðaði inn 12 mörkum gegn Stjörnunni
12. mars 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Stórsigur Akureyrar á Stjörnunni í kvöld
Akureyri endurheimti annað sætið í N1 deildinni með stórsigri á Stjörnunni í kvöld. Það var mikið um dýrðir í Íþróttahöllinni, frábær jazzhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri lék af fingrum fram fyrir leik og einnig í hálfleik og færum við þeim bestu þakkir fyrir framlagið.
Leikurinn var jafn til að byrja með og jafnt á flestum tölum fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða upp í 10-10. Stjarnan náði þó einu sinni tveggja marka forystu 4-6. En þar með skyldu leiðir og heimamenn hreinlega stungu af. Þegar blásið var til hálfleiks var staðan orðin 21-12 fyrir Akureyri.
Mestu munaði um að vörn Akureyrar small saman þegar þeir skiptu yfir í 6-0 vörn en raunar hefði munurinn hæglega getað verið mun meiri því fjöldamörg dauðafæri fóru í súginn.
Akureyri hóf seinni hálfleikinn líkt og þeir enduðu þann fyrri og munurinn fór í tíu mörk 22-12 áður en Stjarnan svaraði. Yfirburðir Akureyrar voru algjörir og einhvernveginn varð stemmingin allan seinni hálfleikinn að allir, jafnt áhorfendur sem leikmenn voru farnir að bíða eftir að leikurinn kláraðist.
Tíu marka munurinn hélst lengst af en Akueryri tók þó góðan kipp í blálokin og jók forskotið upp í sextán mörk 36-20 en Stjarnan skoraði síðasta mark leiksins þannig að lokatölur urðu 36-21.
Sem sagt öruggur sigur og dýrmæt tvö stig komin í hús.
Oddur Gretarsson var magnaður í leiknum og skoraði 12 mörk, Heimir Örn átti fínan leik og var gríðarlega traustur bæði í sókn og vörn. Geir Guðmundsson var sterkur í leiknum og þá átti nýjasti nýliðinn, Bergvin Gíslason magnaða innkomu og var öryggið uppmálað í vinstra horninu.
Hörður Flóki stóð lengst af í markinu og var mjög góður. Hafþó kom í markið síðustu tólf mínúturnar og var frábær.
Mörk Akureyrar:
Oddur Gretarsson 12 (5 úr vítum), Geir Guðmundsson 6, Heimir Örn Árnason 5, Bergvin Gíslason 5, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Halldór Logi Árnason 1, Hreinn Þór Hauksson 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1 og Árni Þór Sigtryggsson 1
Hörður Flóki Ólafsson varði 12 skot, þar af 1 vítakast og Hafþór Einarsson 7skot og sömuleiðis 1 vítakast.
Stjörnuliðið barðist vel fyrstu tuttugu mínúturnar en þar með var allur vindur úr liðinu. Það verður reyndar að segjast að nokkra mikilvæga pósta vantaði í liðið í kvöld. Markvörðurinn Ronald Eratze var veikur, Ragnar Helgason meiddur og Vilhjámur Halldórsson í leikbanni.
Akureyri er því áfram í öðru sæti deildarinnar en á afar mikilvægan leik næstkomandi fimmtudag þegar FH kemur í heimsókn og má segja að sá leikur sé einn af úrslitaleikjum mótsins.
Staðan í deildarkeppni karla eftir 15 umferðir:
Nr.
Félag
Leikir
U
J
T
Mörk
Hlutfall
Stig
-
1.
Haukar
15
11
2
2
384 : 354
30
24
:
6
2.
Akureyri
15
9
2
4
404 : 371
33
20
:
10
3.
HK
15
9
1
5
410 : 386
24
19
:
11
4.
FH
15
9
1
5
423 : 393
30
19
:
11
5.
Valur
15
7
2
6
374 : 359
15
16
:
14
6.
Grótta
15
4
0
11
372 : 408
-36
8
:
22
7.
Stjarnan
15
3
1
11
347 : 407
-60
7
:
23
8.
Fram
15
3
1
11
387 : 423
-36
7
:
23
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson