Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Árni, Heimir og Flóki voru fremstir meðal jafningja í leiknum





19. mars 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Flottur sigur á Akureyrar á FH og staða liðsins vænleg

Það var ljóst frá fyrstu mínútu leiksins að leikmenn Akureyrar komu feiknalega baráttuglaðir til leiks og að ekki átti að láta FH liðið fara enn eina ferðina með öll stigin úr Höllinni. Akureyri tók öll völd á vellinum, Heimir Örn Árnason fór á kostum og raðaði inn mörkum á meðan Hörður Flóki lokaði markinu á bak við trausta vörn. Eftir rúmlega sex mínútna leik var staðan orðin 5-1 Akureyri í vil.

FH lagaði stöðuna lítillega en Akureyri gaf engin færi á sér og í stöðunni 12-9 komu þrjú mörk heimamanna í röð og staðan orðin harla vænleg 15-9. Jónatan jók muninn í 18-11 en Ólafur Guðmundsson átti síðasta orðið fyrir FH í fyrri hálfleik þannig að hálfleiksstaðan var 18-12 Akureyri í vil.

Það verður að segjast eins og er að fyrri hálfleikurinn var einhver sá alflottasti sem Akureyrarliðið hefur sýnt í langan tíma. Sóknarleikurinn hraður og skemmtilegur, vörnin var gríðarlega sterk og fyrir aftan hana átti Hörður Flóki stórleik.
Nánast öll mörk FH komu úr vítaköstum eða hraðaupphlaupum sem segir nokkuð um styrkleika Akureyrarvarnarinnar.

FH sýndu það í upphafi seinni hálfleiks að þeir gefast ekki upp þó á móti blási, þeir skoruðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins og forskot Akureyrar komið niður í eitt mark. Hér munaði ekki síst um að Pálmar Pétursson markvörður FH fór að verja eins og berserkur eftir arfaslaka frammistöðu í fyrri hálfleik.
Eftir átta mínútna leik náði FH að jafna leikinn í 20-20 og fór virkilega að fara um fjölmarga áhorfendur sem fylltu stúkuna. En Akureyrarliðið gafst ekki upp og með frábærum stuðningi áhorfenda hélt liðið frumkvæðinu þó að FH næði oftast að jafna.

Í stöðunni 27-27 sýndi Akureyrarliðið styrkleika sinn og seig fram úr. Árni Sigtryggsson átti hreint út sagt magnaðan lokakafla og skoraði glæsimörk auk þess sem Hörður Flóki varði hvað eftir annað afar mikilvæga bolta. Leiknum lauk síðan með góðum þriggja marka sigri 33-30 og styrkti liðið enn frekar stöðu sína í 2. sæti deildarinnar.
Eftir frábærann leik í fyrri hálfleik kom bakslag í upphafi þess seinni en liðið sýndi magnaðan karakter og stóðst áhlaupið og kláraði leikinn með sóma.

Mörk Akureyrar: Árni Sigtryggsson 9, Heimir Örn Árnason 8, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Oddur Gretarsson 5 (1 úr víti), Jónatan Magnússon 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2 og Andri Snær Stefánsson 1.
Hörður Flóki var flottur í markinu með 21 skot varið, þar af 1 vítakast. Hafþór Einarsson kom inná til að reyna við vítakast og munaði minnstu að það heppnaðist.

Lið Akureyrar var klassa betra en FH liðið í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. FH skoraði flest af sínum mörkum úr vítaköstum og hraðaupphlaupum þar sem Bjarni Fritzson var gríðarsterkur en þegar liðið stillti upp í hefðbundinn sóknarleik var það í töluverðum erfiðleikum.

Þar sem Fram vann HK í kvöld hefur Akureyri nú þriggja stiga forskot á HK og FH eins og hér má sjá.

Staðan í deildarkeppni karla eftir 16 umferðir:
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Haukar161222408 : 3773126:6
2. Akureyri161024437 : 4013622:10
3. HK16916434 : 4112319:13
4. FH16916453 : 4262719:13
5. Valur16826395 : 3771818:14
6. Fram164111412 : 447-359:23
7. Grótta164012395 : 432-378:24
8. Stjarnan163112365 : 428-637:25


Næsti leikur liðsins er svo á sunnudaginn þegar strákarnir fara suður á Seltjarnarnes og glíma við Gróttu en sá leikur verður sýndur í sjónvarpinu og hefst klukkan 16:00 á sunnudaginn. Gróttuliðið er óútreiknanlegt og ljóst að Akureyrarliðið þarf að hafa töluvert fyrir hlutunum á sunnudaginn. Þannig máttu Haukar þakka fyrir að ná stigum út úr heimaleik sínum gegn Gróttunni í kvöld þar sem Haukar unnu eins marks sigur með lokamarki leiksins.

Fimmtudaginn 25. mars koma Framarar í heimsókn í Höllina og verður það örugglega hörkuleikur en Fram hefur heldur betur bitið frá sér upp á síðkastið. Í síðustu þrem leikjum hafa þeir unnið HK, FH og Val, alla leikina með einu marki og eru skyndilega komnir úr fallsætinu.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson