Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Oddur var markahæstur í leiknum í dag

31. mars 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Spennan á lokamínútunum en tap gegn Val

Eftir mikla dramatík á lokakafla leiksins fóru Valsmenn með tveggja marka sigur á Akureyri í kvöld og náðu þar með öðru sætinu í N1 deildinni. HK komst upp að hlið Akureyrar með sigri á Haukum og FH náði eins marks sigri gegn Fram þannig að það stefnir í æsispennandi leiki í síðustu tveim umferðunum.

Það er því allt undir á annan í páskum þegar HK kemur í heimsókn í Íþróttahöllina og nú ríður á að stuðningsmenn Akureyrar sýni allar sínar bestu hliðar og styðji við bakið á strákunum.

Eftirfarandi er umfjöllun Snorra Sturlusonar á sport.is en þar má jafnframt sjá nokkrar myndir frá leiknum.

Valsmenn höfðu betur gegn Akureyringum, 24-22, í býsna sveiflukenndum leik N1-deild karla í handknattleik í kvöld, en leikið var í Vodafone-höll þeirra Valsmanna. Fyrir leikinn höfðu Akureyringar eins stigs forskot á Valsmenn í öðru sæti deildarinnar, en þessi tvö lið berjast ásamt HK og FH um þrjú laus sæti í úrslitakeppninni. Gangur leiksins endurspeglaði lengstum gang mála hjá þessum liðum síðustu vikurnar; Valsmenn hafa verið að þjappa sig saman og líta betur og betur út með hverjum leik á meðan botninn hefur dottið úr leik Akureyringa, sem hafa nú tapað þremur leikjum í röð.

Valsmenn náðu undirtökunum strax í upphafi leiks og voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Hlynur Morthens var í ágætum gír í markinu og varði stóran hluta þeirra skota norðanmanna sem rötuðu á rammann, en alls varði Hr. Morthens ellefu skot í fyrri hálfleik. Akureyringar voru ólíkir sjálfum sér, virtust á köflum vera á léttri æfingu þar sem litlu skipti hvort vörnin stóðst áhlaupin eða sóknirnar skiluðu mörkum og andleysið var nánast áþreifanlegt. Heimamenn áttu svo sem engan stórleik, en þeir gerðu það sem þurfti til þess að byggja upp ágæta forystu. Fannar og Elvar gerðu ágætlega og Ingvar lét finna fyrir sér á línunni og Valsmenn svöruðu á löngum kafla hverju marki Akureyringa með því að skora tvö mörk, komust í 8-4 og 10-5 og höfðu sex marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 15-9.

Framan af síðari hálfleik benti fátt til annars en að Valsmenn myndu vinna tiltölulega átakalítinn sigur, þeir náðu mest sjö marka forystu, 17-10, og voru í fínum málum. Þá kom góður kafli Akureyringar, sem loksins tóku upp á því að sýna hvers vegna þeim hefur gengið bærilega að safna sér stigum í vetur. Vörnin þéttist, Hafþór fór að verja í markinu og hraðaupphlaupin skiluðu öruggum og auðveldum mörkum. Þegar rúmlega ellefu og hálf mínúta var til leiksloka minnkaðu Oddur Grétarsson muninn fyrir Akureyringa í eitt mark, 18-19, og spenna var hlaupin í leikinn. Valsmenn virtust vakna upp við vondan draum, þéttu leik sinn og héldu Akureyringum einu og tveimur mörkum fyrir aftan sig. Akureyringar fengu reyndar ágæt færi á að sauma enn frekar að Valsmönnum, en fóru nokkrum sinnum illa að ráði sínu auk þess sem Hlynur tók upp á því að verja eins og andsetinn. Mínútu fyrir leikslok minnkaði Árni Þór Sigtryggsson muninn í eitt mark, 22-23, en norðanpilturinn Arnór Þór Gunnarsson hirti frákastið eftir glæsilega markvörslu Hafþórs í Akureyrarmarkinu og kom Valsmönnum tveimur mörkum yfir þegar hálf mínúta var eftir, 24-22, og þar með var björninn unninn. Valsmenn unnu mikilvægan tveggja marka sigur og vippuðu sér þar með upp í annað sæti N1-deildar karla, upp fyrir Akureyringa.

Mörk Vals:
Fannar Þór Friðgeirsson 5 mörk
Ingvar Árnason 5 mörk
Elvar Friðriksson 4 mörk
Arnór Þór Gunnarsson 4 mörk
Jón Björgvin Pétursson 2 mörk
Orri Freyr Gíslason 1 mark
Gunnar Ingi Jóhannsson 1 mark
Baldvin Þorsteinsson 1 mark
Varin skot:
Hlynur Morthens 20

Mörk Akureyrar:
Oddur Gretarsson 7
Hreinn Þór Hauksson 3
Árni Þór Sigtryggsson 3
Hörður Fannar Sigþórsson 3
Guðmundur Hólmar Helgason 2
Geir Guðmundsson 1
Guðlaugur Arnarsson 1
Heimir Örn Árnason 1
Jónatan Þór Magnússon 1
Varin skot:
Hafþór Einarsson 10
Hörður Flóki Ólafsson 7.


Oddur í baráttu í leiknum. Mynd: mbl.is/Kristinn
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson