Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Stórhátíð handboltans hefst sumardaginn fyrsta

21. apríl 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Úrslitakeppnin 2010 hefst sumardaginn fyrsta

Nú er komið að því sem allir leikmenn sækjast eftir þ.e.a.s. að spila í úrslitakeppninni. Þeir sem hafa tekið þátt í slíkum viðureignum þekkja stemminguna og eru tilbúnir til að leggja allt í sölurnar til að komast sem lengst.

Baráttan hefst á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) klukkan 16:00 þegar Akureyri sækir Val heim í Vodafonehöllina og síðan mætast liðin aftur á Akureyri á laugardagskvöldið klukkan 20:00 í Íþróttahöllinni.

Til að vinna einvígið og komast í lokabaráttuna þarf að vinna einn útileik og einn heimaleik þannig að ef með þarf verður þriðji leikurinn í Vodafonehöllinni á mánudagskvöldið.
Leikmenn og stuðningsmenn vita að allt er í húfi í þessum leikjum og að sjálfsögðu er best fyrir okkur að byrja af fullum krafti og taka útileikinn strax á fimmtudaginn. Akureyri hefur ekki náð að sigra Valsmenn á þeirra heimavelli síðustu árin og ekki hægt að hugsa sér betra tækifæri til að brjóta þann ís en einmitt núna.

Við vitum ekki betur en að RUV (sjónvarpið) ætli að sýna frá leikjunum á fimmtudaginn þannig að allir ættu að geta fylgst með.

Eins og komið hefur fram ætla stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags á Höfuðborgarsvæðinu að kynda upp ærlega stemmingu fyrir leikinn. Þeir ætla að hittast á Kebab húsinu, Grensásvegi 3 (við hliðina á BK kjúkling) klukkan 13:00.
Þar verður hægt að kaupa miða á leikinn svo og veitingar frá BK kjúkling og Wilson‘s Pizza á vægu verði. En BK kjúklingur og Wilson‘s Pizza eru einmitt dyggir stuðningsaðilar Akureyrar.
Fríar rútuferðir verða síðan í boði frá Kebab húsinu í Vodafone höllina.

Liðin mætast síðan aftur í Íþróttahöllinni á laugardaginn

Heimaleikurinn á laugardaginn er á óvenjulegum tíma eða klukkan 20:00. Ástæða er til að benda á að úrslitakeppnin er í raun sérstakt mót og því gilda ekki stuðningsmannakortin eða ársmiðar á leikinn. Allir þurfa því að greiða inn á leikinn, fullorðnir greiða 1.000 krónur en fimmtán ára og yngri greiða 300 krónur. Stuðningsmannaherbergið verður þó að sjálfsögðu opið og þar verða veitingar í boð eins og vanalega.

Við ætlum að gera laugardagskvöldið að frábærri kvöldstund, húsið verður opnað klukkutíma fyrir leik, ýmislegt í boði sem kynnt verður hér á síðunni. Rúsínan í pylsuendanum verður svo magnaður leikur frábærra liða þar barist verður upp á líf og dauða.

Forðumst biðraðir
Þar sem búast má við mikilli örtröð á leikinn er fólk hvatt til að hafa með sér aðgangseyrinn í reiðufé, það mun flýta afgreiðslu verulega þó að sjálfsögðu verði posar til staðar.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson