Í tilefni þess að Hörður Fannar Sigþórsson náði fyrstur manna 100 leikja áfanganum fyrir Akureyri sendi Skapti Hallgrímsson okkur merkar heimildarmyndir frá allra fyrstu æfingu Akureyrar Handboltafélags en hún fór fram mánudaginn 24. júlí 2006 og hófst stundvíslega klukkan 18:00.
Æfingin hófst með útihlaupi og endaði með lyftingum í Íþróttahöllinni. Við birtum hér þrjár myndir frá æfingunni þar sem Hörður Fannar kemur við sögu.
Hörður Fannar að búa sig undir að hlaupa af stað, í baksýn Goran Gusic, Hreiðar Leví Guðmundsson og Nikolaj Jankovic
Hörður Fannar og Hreiðar Leví en að öllum líkindum er það Gústaf Línberg sem virðist vera að reyna að færa Höllina úr stað!
Æfingin endaði með lyftingaæfingu í Höllinni, Goran Gusic, Hörður og Nikolaj Jankovic
Um leið og við óskum Herði Fannari til hamingju með áfangann og sendum honum þakkir fyrir frábært framlag á undanförnum árum bendum við á að hér er hægt að skoða myndir frá ferlinum sem að sjálfsögðu er þó bara rétt að byrja!