Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Bjarna þótti dauf stemmingin í Vodafonehöllinni

4. nóvember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvað sögðu menn eftir Valsleikinn?

Kristinn Páll Teitsson, blaðamaður á visir.is var á leik Vals og Akureyrar og ræddi við þá Bjarna Fritzson og Valdimar Fannar Þórsson eftir leikinn en báðir voru atkvæðamiklir. Bjarni skoraði 6 mörk fyrir Akureyri og Valdimar 4 fyrir Val.

Bjarni Fritzson: Stemningin var eins og í jarðarför
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en það er gott að ná sigri hér, við vorum mjög lélegir í sókninni og náðum engum hraðaupphlaupum. Vörnin hélt hinsvegar og voru mjög góðir í leiknum. Við hins vegar vorum vissir að við myndum ná að klára þetta ef við næðum nokkrum hraðaupphlaupum sem við náðum,“ sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. eftir 23-17 sigur á Val í Vodafone höllinni í kvöld.

„Handbolti rokkar upp og niður, stundum færðu mörg mörk á þig í einu og stundum skorar þú nokkur í einu, við vissum að ef við næðum að koma hraðaupphlaupunum í gang myndum við stinga þá af þegar vörnin var svona sterk“.

Akureyringar eru búnir að vera á góðu flugi og halda toppsæti sínu eftir að hafa sigrað alla leiki sína til þessa.
„Mjög fínt að halda þessu áfram, þótt það séu bara 5 umferðir búnar erum við búnir að vinna slatta af útileikjum og það er mjög gott.“

Þótt Valsmenn hafi verið á botninum fyrir leikinn börðust þeir vel og þurftu Akureyringar að hafa fyrir sigrinum í þessum leik.
„Þeir sýndu góða baráttu þótt það hafi verið erfitt fyrir þá, það er mjög léleg stemming hérna í höllinni og þetta er eins og að koma í jarðarför miðað við það sem áður var þegar maður mætti hér og hér var besta stemmingin. Það getur ekki verið uppörvandi fyrir leikmenn og þjálfara,“ sagði Bjarni.

Kristinn Páll Teitsson ræddi sömuleiðis við Valdimar Fannar Þórsson leikmann Vals eftir leikinn:

Valdimar Fannar Þórsson: Við gátum eitthvað í þessum leik
„Við erum búnir að fá á okkur allt of mörg mörk í hverjum leik og við erum því ánægðir með hvernig vörnin okkar spilaði. Við héldum þeim lengi vel niðri og þeir voru alltaf í vandræðum í sóknarleiknum sínum, við bara náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum. Þar liggur sigurinn,“ sagði Valdimar Þórsson leikmaður Vals eftir 23-17 tap gegn Akureyri í Vodafone höllinni.

„Boltinn datt oft með þeim en það gerist, við vorum hinsvegar óskynsamir síðustu mínúturnar og það telur.
Þótt þeir séu á toppnum finnst mér ekki mikill munur á sætum 1-4, við eigum FH næst sem var spáð titlinum þannig við þurfum að halda áfram þessum góða varnarleik og bæta sóknarleikinn. Við tökum margt úr þessum leik, við gátum eitthvað í þessum leik annað en oft áður og það er mjög jákvætt.“


Valsmenn sem lentu í 2. sæti í fyrra eru með mjög breyttan leikmannahóp en Valdimar hefur trú á verkefninu.
„Þetta hlýtur að fara að detta inn,“ sagði Valdimar.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Sveinbjörn Pétursson eftir leikinn

Sveinbjörn: Hugsa ekkert um landsliðið
„Ég hélt að þessi leikur ætlaði í sögubækurnar fyrir fæst mörk skoruð, enda var staðan bara 8:6 eftir fyrri hálfleik og 0:0 fyrstu níu mínúturnar,“ sagði Sveinbjörn Pétursson sem átti góðan leik í marki Akureyrar þegar liðið vann Val í kvöld, 23:17.

„Við vissum að Valsmenn kæmu grimmir til leiks og þeir hafa greinilega nýtt landsleikjahléið vel. Þetta var allt annað lið en það sem tapaði gegn Fram í síðustu umferð. Þetta var mjög erfið fæðing hjá okkur en þegar við komumst fram úr náðum við að gefa í. Þeir gáfust samt ekki upp og ég er virkilega ánægður með þessi tvö stig,“ sagði Sveinbjörn.

Sveinbjörn hefur staðið sig vel í marki Akureyrar á leiktíðinni og í sjónvarpsþætti á RÚV fyrir skömmu nefndi Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hann sem einn af þeim sem koma til greina fyrir landsliðið, en markverðir landsliðsins náðu sér alls ekki á strik í leikjunum tveimur í síðustu viku. Sveinbjörn segist þó ekki velta möguleikum sínum á að spila fyrir landsliðið mikið fyrir sér.

„Í rauninni hugsa ég ekkert um það. Ég vil bara segja að Björgvin Páll Gústavsson er búinn að vera frábær fyrir landsliðið. Hann átti tvo slæma leiki en hvað er hann búinn að eiga marga góða leiki fyrir liðið síðustu tvö ár? Mér finnst skrýtið að fara að dæma hann eftir þetta og ég er viss um að hann mætir grimmur í næsta leik. Ég einbeiti mér bara að Akureyri og minni frammistöðu, og ef eitthvað gerist þá bara gerist það,“ sagði Sveinbjörn.

Í Fréttablaðinu ræddi Kristinn Páll Teitsson við miskáta þjálfara liðanna eftir leikinn.

Atli Hilmarsson: Vissi að þetta myndi koma
„Að skora ekki fyrr en fyrri hálfleikur er hálfnaður er náttúrulega skelfilegt en vörnin var að halda og hélt hún okkur inni í leiknum. Við vorum bara 2-0 undir og á meðan vörnin gekk svona vel þá hafði ég ekki miklar áhyggjur. Ég vissi að þetta myndi koma en ég var óánægður að við skyldum ekki nýta okkur hraðaupphlaup fyrst vörnin hélt svona vel,“ sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar.

„Við vissum að Valsmenn myndu koma brjálaðir í þennan leik. Við vorum búnir að vera á ágætis flugi fram að landsliðspásunni og maður var ekki viss hvernig við yrðum stemmdir,“ sagði Atli sem var kátari en Júlíus Jónasson, þjálfari Vals.

Júlíus Jónasson: Það styttist í fyrsta sigurinn hjá okkur
„Maður hélt um tíma að þetta færi 3-3. Það var lítið skorað í fyrri hálfleik og bæði liðin að spila mjög öflugan varnarleik. Ég er mjög ánægður með varnarleik liðsins,“ sagði Júlíus.

„Við misstum hins vegar einbeitingu á nokkrum köflum sem reyndist dýrt fyrir okkur. Það hendir líka oft lið sem eru á góðu flugi að hlutir virðast detta fyrir þau lið og mér fannst við lenda oft í því. Sóknarfráköstin voru oft að detta vel fyrir þá. Við höfum hins vegar trú á því að þetta fari að detta fyrir okkur og það styttist alltaf í fyrsta sigurinn hjá okkur.“
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson