Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Gulli var frábær í kvöld og Atli sáttur með sína menn
12. nóvember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvað sögðu menn eftir Selfoss leikinn?
Að venju söfnum við saman viðtölum við leikmenn og þjálfara eftir leiki.
Hjalti Þór Hreinsson
blaðamaður visir.is ræddi við Guðlaug Arnarsson og Selfyssinginn Guðjón Finn Drengsson þó svo að Stefán Guðnason hafi aðeins blandað sér inn í spjall þeirra.
Guðlaugur: Njótum velgengninnar meðan er
Guðlaugur Arnarsson sýndi gamalkunna takta í sókninni þegar Akureyri vann Selfoss í N1-deild karla í kvöld. Hann fór auk þess fyrir góðri vörn liðsins líkt og alltaf.
„Þeir eru í góðu formi og keyrðu mikið á okkur. En við náðum stjórn á leiknum og góð sókn skilaði þessu undir lokin.“
Á síðasta tímabili var það lenska hjá liðinu að komast í góða stöðu en tapa henni niður. Ekkert slíkt hefur gerst í vetur. „Við erum reynslunni ríkari og í mjög góðu formi. Við vorum það reyndar líka í fyrra en við höfum byggt á þessu og við vitum af því. Þetta er massíf heild hjá okkur,“ sagði Guðlaugur, oft kallaður Öxlin, en ekkert lát er á sigurgöngu liðsins.
„Við njótum þess meðan er,“ sagði Húsvíkingurinn sem átti frábæran leik. Hann batt vörnina vel saman og skoraði auk þess fjögur mörk og fiskaði tvö víti.
„Ég er bara sáttur með sigurinn, þetta snýst um það“ sagði hann hógvær.
Guðjón Finnur Drengsson: Herslumuninn vantar
Guðjón Finnur Drengsson átti virkilega góðan leik fyrir Selfyssinga í kvöld en það dugði þó ekki til. Liðið tapaði með fimm mörkum norðan heiða fyrir Akureyri, 34-29. Guðjón skoraði sjö mörk úr átta tilraunum.
„Við erum alltaf að verða betri og betri,“ sagði Guðjón sem nýtti færin sín einkar vel í kvöld en í því labbaði Stefán „Uxi“ Guðnason, markmaður Akureyrar framhjá og sagðist vera ósáttur með að hafa ekki varið víti frá Guðjóni í leiknum.
„Ég hef ekki varið frá þér síðan 2002 held ég,“ sagði Stefán og Guðjón glotti við tönn. „Gott mál.“
Guðjón segir að planið hafi ekki verið flókið, að vinna. „Við hefðum þurft að nýta færin okkar betur. Við skutum mjög mikið beint á Bubba í markinu.
Guðjón Drengsson reynir að stöðva Geir Guðmundsson
Vörnin hefði getað verið betri líkt og markvarslan. Nú vantar bara herslumun hjá okkur áður en við förum að hirða fleiri stig,“ sagði Guðjón og rauk út í flugvél líkt og hann væri í einu af sínum víðfrægu hraðaupphlaupum.
Atli Hilmarsson
„Planið var bara að halda okkar striki og vinna,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. „Við vorum klaufar að leggja ekki grunn að sigrinum undir lok fyrri hálfleiks en ég er ánægður með hvernig liðið kom til baka þó að það hafi ekki allt gengið upp.“
Kollegi hans
Sebastian Alexanderson
segir að liðið bæti sig með hverjum leik.
„Við spiluðum betur en á móti Haukum gegn miklu betra liði en það dugði ekki. Okkur vantar enn herslumuninn. Vörnin var fín í fyrri hálfleik en við hefðum þurft að fá meiri markvörslu. Ég er þó ánægður með baráttuna í strákunum, þetta fer að detta hjá okkur,“ sagði Sebastian þjálfari Selfoss.
Þröstur Ernir Viðarsson
blaðamaður Vikudags ræddi við Sveinbjörn Pétursson eftir leikinn:
Sveinbjörn: Getum bætt okkur heilmikið
Sveinbjörn Pétursson átti góðan dag í marki Akureyrar og varði 24 skot í 34:29 sigri norðanmanna gegn Selfossi í N1-deild karla í handbolta á heimavelli í kvöld. Sveinbjörn var þó ekkert alltof sáttur við sína frammistöðu í leikslok. „Það eru sumir hlutir sem ég hefði viljað gera betur í kvöld en þetta slapp til. Ég er ekki alveg sáttur en sigurinn náðist sem var fyrir öllu,“ sagði Sveinbjörn, sem hefur oft spilað með betri vörn fyrir framan sig í vetur en í kvöld.
„Vörnin var ekki alveg að finna sig í fyrri hálfleik, sérstaklega gegn Ragnari (Jóhannssyni) sem var gríðarlega öflugur. Svo skánaði vörnin strax þegar við bökkuðum í 6-0 vörn. Svona heilt yfir er maður sáttur við stigin tvö en það er heilmikið sem við gætum bætt. Það er hins vegar jákvætt við okkar spilamennsku að þó við séum ekki að toppa á öllum sviðum að þá erum við að ná sigri.“
Sveinbjörn var traustur að venju í leiknum
Það vakti athygli að Selfyssingar beittu maður á mann vörn strax í upphafi seinni hálfleiks. Sveinbjörn segir það ekki hafa komið sérstaklega á óvart.
„Þjálfari Selfyssinga er þekktur fyrir að taka sjensa og er óhræddur við að gera tilraunir. Þetta sló okkur svolítið en við tókum æfingu í gær þar sem við æfðum þetta og mér fannst við ná að leysa þetta þokkalega. Þeir gerðu þetta líka gegn Haukum á síðustu helgi en við leystum þetta og skoruðum nokkur mörk úr þessu.“
Selfyssingar stóðu lengi vel í Akureyrarmönnum og það var ekki fyrr en í lok leiksins sem norðanmenn náðu að hrista þá af sér.
„Þeir eru þekktir fyrir að gefast aldrei upp og keyra allan leikinn. Þetta er fínasta lið og strákarnir hafa spilað lengi saman og Basti (Sebastian Alexenderson) er að gera fína hluti með þá. Við vissum að þó að við myndum vera að leiða með fimm mörkum eða tapa með fimm myndu þeir keyra á okkur allan tímann,” sagði Sveinbjörn Pétursson.
Andri Yrkill Valsson
blaðamaður Morgunblaðsins ræddi sömuleiðis við Guðlaug Arnarsson og Sebastian Alexandersson
Guðlaugur: Þetta var mjög góður sigur
„Við mættum góðu liði, þeir eru í góðu formi, hlaupa endalaust og keyra mikið á okkur svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Guðlaugur Arnarson, varnarjaxl Akureyrar, eftir sigur norðanmanna gegn Selfyssingum, 34:29, í úrvalsdeild karla í handknattleik á Akureyri í gærkvöld.
„Við vorum svolítið fljótir á okkur í byrjun þegar við vorum komnir með forskot en við vorum sterkari í síðari hálfleik. Sveinbjörn var mjög traustur og vörnin hélt vel á mikilvægum stundum. Sóknarleikurinn er búinn að vera mjög góður og við erum að skora mörg góð mörk.“
Guðlaugur talaði einnig um hversu góð liðsheild er innan herbúða Akureyrar. „Það er enginn sem að ber liðið á herðum sér, við erum allir í þessu saman.“
Sebastian: Liðið sýndi mikil batamerki
„Við vorum að spila við besta lið deildarinnar og stóðum vel í þeim nánast allan tímann. Við börðumst að venju vel en við erum vanir að eiga slæma kafla í leikjum sem fella okkur að lokum. Sá kafli var þó styttri en venjulega og liðið sýndi mikil batamerki," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Selfyssinga, við mbl.is eftir leikinn.
Hann segir ekki möguleika á að sitt lið muni falla úr N1-deildinni í vetur, en Selfoss eru sem kunnugt er nýliðar í deildinni. „Það er stutt í að hlutirnir fari að smella hjá okkur svo það er ekki vafi í mínum huga að við munum halda sæti okkar í deildinni.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson