Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Atli Hilmarsson og Heimir hrósa sínum mönnum fyrir leikinn
21. nóvember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvað sögðu menn eftir sigur Akureyrar á FH?
Við höldum áfram að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn. Eftir magnaðan sigur Akureyrar á FH á laugardaginn ræddi
Ívar Benediktsson
á Morgunblaðinu við þjálfara liðanna sem að vonum voru misglaðir í leikslok:
Atli Hilmarsson: Spiluðum frábæran leik
„Við spiluðum frábæran leik þar sem vörnin var framúrskarandi og markvarslan hjá Sveinbirni alveg frábær“ sagði sigri hrósandi þjálfari Akureyrar handboltafélags, Atli Hilmarsson, eftir afar öruggan sigur á FH, 32:25, í Kaplakrika í dag í N1-deild karla í handknattleik.
„Ég tók ákveðna áhættu með því að spila á sama liðinu nær allan leikinn en ég veit að þeir eru allir í fantagóðu formi og við höfum gert þetta áður. Á sama tíma voru FH-ingar að freista þess að skipta og koma með ferska menn til leiks. Við vorum hinsvegar vel einbeittir frá fyrstu mínútu, alltaf klárir í slaginn. Sannarlega fengum við nokkur mörk á okkur í fyrri hálfleik með langskotum en í staðinn lokuðum við alveg fyrir línuspil FH-ingar. Heilt yfir voru við bara frábærir,“ sagði Atli eftir að hans menn höfðu hreinlega kjöldregið FH-inga og náði mest 12 marka mun á kafla í síðari hálfleik.
„Við vorum einbeittir frá upphafi til enda leiks og létu það ekki raska ró okkar að lenda undir á kafla í fyrri hálfleik. Við héldum áfram að leika okkar sterku vörn og „keyra“ síðan hratt í bakið á FH-ingum allan leikinn, við gáfum þeim aldrei frið. Við gerðum bara mjög vel,“ sagði Atli.
Sveinbjörn Pétursson markvörður Akureyrar fór á kostum fyrir aftan frábæra vörn. „Samvinna Sveinbjarnar og varnarinnar hefur verið frábær og reis hátt í þessum leik. Þessu til viðbótar má ekki gleyma Geir Guðmundssyni og Guðmundi Helgasyni. Þeir eru ekki nema 17 og 18 ára gamli en leika engu að síður eins og herforingjar í sókninni. Síðan stjórnar Heimir Örn Árnason sóknarleiknum eins og herforingi. Það er bara ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Atli og hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast í leikslok og setja upp sparibrosið.
Akureyrarliðið hefur unnið sjö fyrstu leiki sína í deildinni auk þess að vinna tvö úrvalsdeildarlið í bikarkeppninni. „Við erum taplausir úr níu síðustu leikjum og erum auðvitað mjög sáttir við stöðuna,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar.
Kristján Arason og Atli Hilmarsson áður en liðin mættust á Opna Norðlenska í haust
Kristján Arason: örvænting og vonleysi
„Þetta var mjög svekkjandi úrslit og gífurlega vonbrigði að um leið og Akureyringar komast fjórum mörkum yfir þá skein örvænting og vonleysi úr andlitum minna manna,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Akureyri í N1-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í dag.
Kristján segir að heilt yfir hafi hans leikmenn alls ekki náð sér á strik og aðeins tveir leikmenn leikið nærri eigin getu, Atli Rúnar Steinþórsson og Ólafur Gústafsson. „Aðrir voru víðsfjarri því sem þeir geta.
Menn voru ekki tilbúnir að gefa nógu mikið af sér fyrir liðið og veltu sér of mikið upp eigin vandamálum. Menn þeim hugsunarhætti þá vinnum við ekki Akureyri, það er alveg ljóst eins og kom á daginn.
Auk þess að var allt of mikið um ótímabær skot í stað þess að spila lengur og vinna sig í færi. Síðan má ekki gleyma því að markvörður Akureyrar var frábær á sama tíma og við vorum í vandræðum með markvörsluna,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, og bætti við. „Akureyringar leika frábæran handknattleik og eru fyrir vikið verðskuldað á toppi deildarinnar."
Ívar Benediktsson ræddi sömuleiðis við markvörðinn Sveinbjörn Pétursson
Sveinbjörn Pétursson: Dásamlegt að standa á bak við svona vörn
„Við afsönnuðum skoðanir manna á okkur að við séum bara varnarlið, séum hægir í sókninni og bara með nokkra hæga jálka. Við skoruðum yfir 30 mörk gegn FH á þeirra heimavelli og héldum þeim undir 20 mörkum í 50 mínútur. Vörnin var frábær og það er hreint dásamlegt að standa í marki fyrir aftan svona vörn,“ sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, eftir að Akureyringar kjöldrógu FH-inga á þeirra eigin heimavelli í N1-deildinni í handknattleik á laugardaginn. Lokatölur 33:25, en mestur varð munurinn 12 mörk, 31:19.
„Ég vona bara að menn þekki nafnið á liðinu okkar framvegis. Við heitum Akureyri, ekki KA eða Þór eða eitthvað annað,“ sagði Sveinbjörn ákveðinn.
„Ég bjó mig af kostgæfni undir þennan leik eins og aðra með því að „stúdera“ andstæðinginn. Síðan þegar út í leikinn er komið er ekki hægt annað en að standa sig þegar maður hefur svona frábæra vörn fyrir framan sig,“ segir Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar.
Kristinn Páll Teitsson
, blaðamaður á visir.is ræddi sömuleiðis við Atla Hilmarsson
Atli: Markvarslan skapaði sigurinn
„Þetta var alveg frábær leikur. Seinni hálfleikurinn var frábær með þessari markvörslu og vörn sem og að við vorum að klára hraðaupphlaupin vel. Við vorum ekki að fá boltann og stoppa heldur fórum við fljótir upp og kláruðum sóknirnar,“ sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir 33-25 sigur á FH í Kaplakrika í dag.
„Við lentum undir í fyrri hálfleik en ég vissi að þetta myndi koma. Við höfum lent í þessu áður og ég veit að þetta kemur þannig ég var ekkert að stressa mig.“
Það er fyrst og fremst markvarslan og vörnin sem skapaði þetta þótt allir mínir leikmenn hafi spilað vel. Geir og Guðmundur spiluðu frábærlega þrátt fyrir að vera báðir 17 og 18 ára gamlir, Heimir er líka að stjórna þessu frábærlega á miðjunni,“ sagði Atli.
Akureyringar eru með fullt hús á toppnum ásamt því að vera komnir í 8-liða úrslit Eimskip bikarsins.
„Við erum með báða fæturna á jörðinni sem er kannski annað en aðrir halda. Við horfum bara á næsta leik og það fleytir okkur áfram. Við höfum núna spilað nokkra leiki í deild og tvo leiki í bikar taplausir og ég vill bara að þetta haldi áfram.“
Akureyringar eru mjög heppnir með stuðning á pöllunum þrátt fyrir að vera langt frá heimahögum. Margir Akureyringar búsettir í Reykjavík mættu og sýndu stuðning sinn í verki á leiknum í dag.
„Við erum oft að fá fullt af fólki sem styður okkur. Núna eigum við heimaleik gegn HK og ég vona að það verði troðfullt. Það er um að gera að gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Atli að lokum.
Kristinn Páll ræddi einnig við tvo leikmenn FH, þá Ólaf Guðmundsson og Loga Geirsson eftir leikinn:
Ólafur Guðmundsson: Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið
„Fyrri hálfleikurinn var góður en svo kom kafli í seinni hálfleik sem við vorum að gera allt annað en við ætluðum okkur“ sagði Ólafur A. Guðmundsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í dag.
„Við vorum að spila ágætis handbolta í fyrri hálfleik en það vantaði smá upp á markvörslu og varnarleikinn sem hefði gefið okkur fleiri hraðaupphlaup.
Það verður svo algjört hrun í seinni hálfleik þar sem hver og einn fór inn í sig og við hættum að spila saman. Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið,“ sagði Ólafur harðorður.
Akureyringar eru á góðu skriði en FH hafa átt erfitt í byrjun tímabils þrátt fyrir að hafa verið spáð titlinum.
„Þetta var toppslagur og við þurfum að vinna þessa leiki til að vera í toppbaráttunni. Það eru þó þrjár umferðir eftir þannig það er nóg eftir. Það eru ákveðin vonbrigði að hafa tapað 3 leikjum enda ætlum við aldrei að tapa ég hef trú á að þetta komi í næstu umferð. Það er hellingur af hæfileikum í þessu liði sem þarf að slípa saman og það er undir okkur komið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ sagði Ólafur.
Logi Geirsson: Við vorum í bakkgírnum í seinni hálfleik
„Þetta var frekar dapurt í dag og ég bjóst ekki við svona leik ef ég á að segja alveg eins og er.
Það spilaðist allt með þeim. Við höfum verið að fá mörg mörk á okkur og í dag fór það þannig. Það var erfitt að verjast þeim og á móti fór allt inn hjá þeim.
Handboltinn er þannig að ef maður lendir nokkrum mörkum undir vill maður oftast ná því öllu í einu og með því kom smá stress í sóknarleikinn,“ sagði Logi.
Leikurinn var í járnum í fyrri en Akureyringar kafsigldu heimamenn í seinni hálfleik.
„Við vorum í bakk-gír allan seinni hálfleik og við rifum okkur aldrei í gang. Ég er vonsvikinn með sjálfan mig enda náði ég ekki að rífa neinn upp ekki frekar en sjálfan mig. Að vissu leyti er þetta áhyggjuefni að við erum oftast að lenda undir en maður er ekkert að hengja haus yfir þessu, það þarf bara að halda áfram,“ sagði Logi.
Akureyringar héldu með þessu áfram sigurgöngu sinni en þeir eru taplausir í öllum keppnum.
„Þeir eru með sjálfstraustið í botni og við erum náttúrulega líka með mikið sjálfstraust en við náðum ekki að skila því inn á völlinn í dag. Markmaðurinn þeirra var að verja frábærlega og vörnin þeirra náði að þvinga okkur í erfið skot,“ sagði Logi.
Kristinn Páll ræddi einnig við Sveinbjörn Pétursson og birtist það viðtal í Fréttablaðinu:
Sveinbjörn Pétursson: Öskruðu stuðningsmenn FH í kaf
„Manni fannst við vera á heimavelli með þessa frábæru stuðningsmenn sem fjölmenntu á völlinn og öskruðu stuðningsmenn FH í kaf,“" sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrarliðsins, sem varði 27 skot í leiknum og var tvímælalaust besti maður vallarins.
„FH-ingar voru fljótir að missa haus og við vorum fljótir að nýta okkur það. Ég átti góðan leik en vörnin stóð sig frábærlega, ég get ekki tekið allan heiðurinn.
Menn eru líka að tala um að við séum ekkert sérstakt sóknarlið en við náum að skora 33 mörk gegn FH, sem á að vera sterkt varnarlega. Við erum greinilega með gott sóknar- og varnarlið,“ segir Sveinbjörn, sem hefur spilað mjög vel í vetur.
„Það er stórleikur næsta fimmtudag sem við þurfum að búa okkur undir. Það þýðir ekki að missa sig í trú á eigin getu heldur þarf að hafa hausinn á réttum stað og horfa áfram,“ sagði Sveinbjörn, sem lék með HK síðasta vetur.
Kristinn hélt áfram og náði tali af Einari Andra, þjálfara FH
Einar Andri Einarsson: Arfalélegt hjá okkur
„Þetta var bara arfalélegt hjá okkur, það er ekki flóknara en það,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara FH. „Sveinbjörn átti stóran þátt í því með frábærum leik en við vorum ekki að ná góðum skotum. Það er hins vegar nóg eftir, við erum í úrslitakeppnissæti eftir sjö umferðir þannig það er enginn skjálfti í hópnum.
Við þurfum bara að spila betur og þá kemur þetta. Það þarf að ná meira út úr þessum strákum,“ sagði Einar en FH er í 4. sæti deildarinnar sex stigum á eftir toppliði Akureyrar en tveimur stigum á undan Haukum sem eru í 5. sætinu.
Sjónvarpsviðtöl
Á sportvarpinu (sport.is) eru myndbandsviðtöl Snorra Sturlusonar við Atla Hilmarsson, Heimi Örn Árnason og Kristján Arason. Smelltu á myndirnar hér að neðan til að sjá og hlusta á þau.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson