Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Geir brosir hringinn þessa dagana

22. nóvember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Geir Guðmundsson æfir með Kiel í desember

Nú rétt í þessu var að berast staðfesting á því að þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar er búið að bjóða Geir Guðmundssyni að koma og æfa með liðinu í desember. Geir mun halda utan eftir leik Hauka og Akureyrar þann 16. desember og verða í vikutíma eða fram að jólum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hve frábært tækifæri þetta er fyrir Geir sem þarna fær tækifæri til að æfa með og spreyta sig gegn bestu handknattleiksmönnum heims.

Sumarið 2009 bauð Kiel einmitt þeim Guðmundi Hólmari Helgasyni og Ásgeiri Jóhanni Kristinssyni að æfa með liðinu eina viku. Ásgeir varð reynar fyrir því óláni rétt fyrir ferðina að slíta krossband í hné og komst því ekki með.


Guðmundur Hólmar og Filip Jicha í jafnvægisæfingum á æfingu hjá Kiel 2009

Það vilja sennilega þúsundir ungra stráka vera í sporum Geirs núna og trúlega er þetta ein magnaðasta jólagjöf sem hann gat hugsað sér. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með þetta tækifæri og vonumst til að fá myndir og ferðasöguna þegar hann snýr heim á ný.


Geir var valinn besti maður Akureyrarliðsins gegn Selfossi 11. nóv 2010

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson