Gulli, Atli, Guðmundur, Bjarni og Sveinbjörn - til hamingju
| | 29. nóvember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyringar áberandi í úrvalsliði HSÍNú í hádeginu var birt val HSÍ á úrvalsliði fyrstu sjö umferða N1 deildar karla. Eins og við er að búast þá koma leikmenn Akureyrar Handboltafélags verulega við sögu enda liðið verið óstöðvandi til þessa. Þrír leikmenn Akureyrar eru í úrvalsliðinu, þeir Sveinbjörn Pétursson markvörður, Guðmundur Hólmar Helgason vinstri skytta og Bjarni Fritzson hægra horninu.
Auk þess er Atli Hilmarsson besti þjálfarinn og Guðlaugur Arnarsson besti varnarmaðurinn. Við óskum þeim öllum til hamingju með viðurkenningarnar og frábæran árangur. En við erum bara rétt að byrja og heilmikið eftir af tímabilinu.
Stórskyttan Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK var valinn besti leikmaður umferðanna.
Heildarniðurstaðan í vali HSÍ er sem hér segir:
Úrvalslið umferða 1-7: Markvörður: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Besti þjálfarinn: Atli Hilmarsson, Akureyri Besti varnarmaðurinn: Guðlaugur Arnarsson, Akureyri Besta umgjörðin: FH
Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson Hópurinn samankominn í dag. Mynd: Vilhelm/visir.is
|