Við óskum Sveinbirni og Oddi til hamingju með valið
| | 28. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifarSveinbjörn og Oddur valdir í landsliðhópinnÍ dag var tilkynnt hverja Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið í 19 manna landsliðshópinn fyrir HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð 13. janúar næstkomandi.
Tveir leikmenn Akureyrar Handboltafélags eru í hópnum, þeir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Landsliðið kemur saman til æfinga 3. janúar en landsliðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja hér á landi áður en liðið fer út til Svíþjóðar. Leikirnir fara báðir fram í Laugardalshöllinni.
Ísland er með Ungverjalandi, Austurríki, Noregi, Brasilíu og Japan í riðli og er fyrsti leikurinn á móti Ungverjum 14. janúar.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Hreiðar Levý Guðmundsson, TV Emsdetten Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, THW Kiel Ingimundur Ingimundarson, AaB Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf Arnór Atlason, AG Köbenhavn Þórir Ólafsson, N-Luebbecke Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein Neckar Löwen Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn Ólafur Indriði Stefánsson, Rhein Neckar Löwen Sigurbergur Sveinsson, Rheinland Sturla Ásgeirsson, Valur Alexander Petersson, Fuchse Berlin Sverre Jakobsson, Grosswallstadt Róbert Gunnarsson, Rhein Neckar Löwen Oddur Gretarsson, Akureyri Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar |