Oddur verður fulltrúi okkar á HM að þessu sinni
| | 10. janúar 2011 - Akureyri handboltafélag skrifarOddur Gretarsson í hópnum sem fer á HMÍ dag tilkynnti Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hvaða 17 leikmenn hann valdi til þátttöku á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð í janúar. Af þeim leikmönnum sem verið hafa í æfingahópnum verða þeir Sveinbjörn Pétursson markvörður og Sturla Ásgeirsson eftir hér heima að þessu sinni.
Lokahópurinn er eftirfarandi:
Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten
Aðrir leikmenn: Alexander Petersson, Fücshe Berlin Arnór Atlason, AG Köbenhavn Aron Pálmarsson, Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen Ingimundur Ingimundarson, AaB Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar Oddur Gretarsson, Akureyri Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen Sigurbergur Sveinsson, Rheinland Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn Sverre Jakobsson, Groswallstadt Þórir Ólafsson, Lübbecke Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Eins og sést þá er Oddur Gretarsson sá eini í hópnum sem leikur með félagsliði á Íslandi.
Íslenska liðið heldur til Svíþjóðar miðvikudaginn 12. janúar en mótið hefst á fimmtudaginn. Ísland leikur í B riðli ásamt Austurríki, Brasilíu, Japan, Noregi og Ungverjalandi og er fyrsti leikur liðsins á föstudaginn þegar liðið mætir Ungverjalandi. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Norrköping en síðustu þrír í Linköping
Leikjaplanið er sem hér segir og er hér miðað við íslenskan tíma.
Fös. 14. janúar klukkan 16:00 Norrköping, Ísland - Ungverjaland Lau. 15. janúar klukkan 20:00 Norrköping, Ísland - Brasilía Mán. 17. janúar klukkan 20:30 Linköping, Ísland - Japan Þri. 18. janúar klukkan 20:30 Linköping, Ísland - Austurríki Fim. 20. janúar klukkan 18:10 Linköping, Ísland - Noregur
Að sjálfsögðu ætlar liðið sér að komast áfram í milliriðil en leikirnir í milliriðlum hefjast 22. janúar og er leikið 22., 24. og 25. janúar. |