Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Gulli, Sævar, Stebbi G, Valdi og Atli voru allir í Laugardalshöllinni 2004









25. febrúar 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvernig var bikarstemmingin árið 2004?

Það er ekki á hverju ári sem Akureyringar eiga lið sem berjast um meistaratitla. Síðasta stórorusta Akureyrarliðs var árið 2004 en þá léku KA og Fram til úrslita í bikarkeppninni, sem þá hét SS-Bikarinn. Þeir fjölmörgu Akureyringar sem voru í Laugadalshöllinni muna klárlega eftir magnaðri stemmingunni í stúkunni fyrir leik að maður tali nú ekki um meðan á leiknum stóð. Ekki spillti gleðinni að bikarinn kom hingað norður eftir afgerandi sigur KA liðsins 31-23.

Fyrir þá sem ekki muna hvernig þetta gengur birtum við nokkrar ljósmyndir sem Þórir Tryggvason tók á úrslitaleiknum árið 2004.


Stúkan verður kolsvört í ár

Þá var Akureyrarstúkan gul en í ár fá stuðningsmenn Akureyrarliðsins svarta bómullarboli með Akureyrarmerkinu á og þannig málum við stúkuna kolsvarta og ógnandi.

Það er hægt að týna ýmilegt til ýmislegt athyglisvert frá þessum tíma. Af núverandi leikmönnum Akureyrarliðsins tók varnartröllið Guðlaugur Arnarsson þátt í leiknum, en hann var reyndar í liði Fram á þessum tíma. Ef menn rýna í mynd frá leiknum sem er í Morgunblaðinu frá þessum tíma sést hvar Guðlaugur reynir að hemja Arnór Atlason. Annar núverandi leikmaður Akureyrar var í KA hópnum en það er enginn annar en markvörðurinn Stefán Guðnason og aftur bendum við á liðsmyndina í Morgunblaðinu.

Þjálfari Fram liðsins árið 2004 var enginn annar en Heimir Ríkharðsson sem í dag er aðstoðarþjálfari Vals auk þess sem annar af markahæstu leikmönnum Fram í leiknum er núverandi leikmaður Vals, Valdimar Fannar Þórsson.

Einn af reynsluboltunum í KA liðinu þetta ár var núverandi aðstoðarþjálfari Akureyrar, Sævar Árnason sem gekk þá undir nafninu langafi meðal kjúklinganna í liðinu en Þorvaldur Þorvaldsson gegndi þá nafninu afi.

Einn af stressuðum áhorfendum á leiknum var enginn annar en Atli nokkur Hilmarsson en hann gat þó fljótlega andað rólega því sonur hans Arnór átti frábæran leik og var markahæstur á vellinum með 13 mörk.

Strax að leik loknum flýgur Akureyrarliðið norður og þarf ekki að taka það fram að stemmingin í vélinni verður öllu skemmtilegri ef að bikarinn sjálfur verður meðferðis.


Jonni kom heim með bikarinn 2004 - kemur Heimir Örn með hann í ár?

Hvernig sem fer verður móttökuhátíð í Íþróttahöllinni við komuna heim og eru allir stuðningsmenn velkomnir að gleðjast með Akureyrarliðinu.

Við birtum hér umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins eftir úrslitaleikinn 2004. Er ekki kominn tími á að upplifa sigurstemminguna á Akureyri á ný?


Fréttablaðið


Mogginn

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir Þóris Tryggvasonar frá 2004.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson