Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Guðmund Hólmar var magnaður í seinni hálfleik í kvöld
3. mars 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Sæt hefnd Akureyrar fyrir tapið í bikarnum
Akureyri náði fram hefndum gegn Valsmönnum eftir tapið í bikarnum á dögunum með því að leggja þá að velli í deildarleik í kvöld á heimavelli í N1-deild karla í handbolta. Akureyri vann með þremur mörkum, 23:20.
Hér á eftir fer umfjöllun
Þrastar Ernis Viðarssonar
blaðamanns Vikudags:
Bæði lið spiluðu skelfilegan sóknarbolta í fyrri hálfleik og voru markverðir beggja liða í aðalhlutverki.
Enginn var þó betri en Hlynur Morthens sem varði 19 skot í fyrri hálfleik í marki Vals. Hann hafði hins vegar hægar um sig í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson og Guðmundur Hólmar helgason stigu upp í sóknarleik Akureyrar, Stefán Guðnason átti flotta innkomu í markið og norðanmenn fögnuðu innilega í leikslok.
Akureyri er því komið með átta stiga forystu í deildinni með 27 stig, en Valsmenn eru með 12 stig í sjötta sæti og eru sennilega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Heimamenn byrjuðu leikinn skelfilega. Hlynur Morthens lokaði markinu hjá Val strax í byrjun en hann átti magnaðan leik í fyrri hálfleik með hvorki meira né minna en 19 skot varin. Akureyri skoraði ekki mark utan af velli fyrsta korterið, hreint ótrúlegt hjá toppliði deildarinnar og voru þeir heppnir að Valsmenn voru að spila álíka illa í sókninni.
Staðan eftir korters leik var 3:1 fyrir Valsmenn, sem segir allt um sóknartilburði liðanna í byrjun leiks. Fyrsta mark Akureyrar utan af velli kom á 16. mínútu og það gerði Bjarni Fritzson eftir hraðaupphlaup. Það mark virtist vekja leikmenn Akureyrar til lífsins og náðu norðanmenn fljótlega tveggja marka forystu, 5:3.
Sóknarleikurinn beggja liða skánaði þegar leið á hálfleikinn og í hálfleik stóðu leikar jafnir, 9:9.
Leikurinn var í járnum síðari hálfleik framan af og aldrei munaði meira einum til tveimur mörkum á liðinum. Staðan var 15:15 þegar hálfleikurinn var hálfnaður en Akureyri náði þriggja marka forystu, 20:17, þegar átta mínútur voru eftir. Hlynur Morthens hafði hægar um sig í marki Vals og Stefán Guðnason átti fína innkomu í mark Akureyrar um miðjan síðari hálfleikinn og varði 7 skot.
Oddur Gretarsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum í sóknarleik Akureyrar og báru hann uppi og sýndi Oddur m.a. ágætis takta í stöðu vinstri skyttu. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu, 22:17, þegar fjórar mínútur voru eftir og sigurinn svo gott sem í höfn.
Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og skiptu meðal annars Hlyni í markinu út fyrir Heiðar Þór Aðalsteinsson og spiluðu með sjö sóknarmenn þegar mínúta var eftir. Munurinn var hins vegar of mikill og lokatölur, 23:20.
Mörk Akureyrar:
Guðmundur Hólmar Helgason 7, Bjarni Fritzson 6, Oddur Gretarsson 5, Heimir Örn Árnason 4, Daníel Einarsson 1.
Varin skot:
Sveinbjörn Pétursson 13, Stefán Guðnason 7.
Mörk Vals:
Sturla Ásgeirsson 6 (3 úr vítum), Ernir Hrafn Arnarsson 4, Anton Rúnarsson 4, Valdimar Fannar Þórsson 1, Orri Freyr Gíslason 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Fannar Örn Þorbjörnsson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 24 (2 víti)
Í leikslok var Hlynur Mortens er valinn maður leiksins hjá Val og Guðmundur Hólmar Helgason maður leiksins hjá Akureyri og fengu báðir matarkörfu frá Norðlenska í viðurkenningarskyni.
Í kvöld fóru fram tveir aðrir leikir þar sem Afturelding sigraði Hauka og Selfyssingar gerðu góða ferð í Kópavoginn og unnu HK.
Staðan í deildinni eftir leiki kvöldsins er því þannig:
Nr.
Félag
Leikir
U
J
T
Mörk
Hlutfall
Stig
-
1.
Akureyri
16
13
1
2
461 : 413
48
27
:
5
2.
Fram
15
9
1
5
480 : 436
44
19
:
11
3.
FH
15
9
1
5
431 : 395
36
19
:
11
4.
HK>
16
9
0
7
477 : 486
-9
18
:
14
5.
Haukar
16
7
3
6
417 : 410
7
17
:
15
6.
Valur
16
6
0
10
412 : 445
-33
12
:
20
7.
Afturelding
16
4
0
12
406 : 442
-36
8
:
24
8.
Selfoss
16
2
2
12
447 : 504
-57
6
:
26
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson