Nú liggur fyrir niðurstaða í kosningu á leikmanni Akureyra Handboltafélags fyrir febrúarmánaðar 2011. Einhverra hluta vegna var þátttakan minni en í fyrri kosningum en það breytir því ekki að markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson fékk afgerandi kosningu með tæp 40% atkvæða þar sem allir leikmenn liðsins fengu atkvæði.
Sveinbjörn hlaut 49 atkvæði en í öðru sæti varð Guðmundur Hólmar Helgason með 17 atkvæði og þeir reynsluboltarnir Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason deila þriðja sætinu með 12 atkvæði hvor.
Hér má sjá hvernig atkvæði fjögurra efstu leikmanna dreifðust
Við óskum Sveinbirni til hamingju með nafnbótina, hann hefur svo sannarlega átt frábært tímabil eins og sést best á því að hann var valinn besti leikmaður umferða 8-14 í N1 deildinni og vann sér sæti í landsliðshópi Guðmundar nú á dögunum. Fyrir utan stórbrotna markvörslu þá vakti Sveinbjörn ekki síst athygli fyrir að endurvekja fornan sið bestu markvarða sögunnar og mætti til leiks í stuttbuxum.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í kjörinu, næsta verkefni verður svo að kjósa leikmann marsmánaðar, fylgist með hér á síðunni.
Hér fáum við svo nokkrar svipmyndir af Sveinbirni Péturssyni úr febrúarleikjunum.
Sveinbjörn mæti til leiks á nýju ári á stuttbuxum og með nýja klippingu
Sveinbjörn fagnar þýðingarmikilli vörslu og sigri á FH í undanúrslitum bikarsins
Sveinbjörn tryggði sigur á FH í deildinni með ótrúlegri markvörslu á lokasekúndum leiksins
Sveinbjörn ver í bikarúrslitaleiknum