Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Þetta stig getur reynst dýrmætt
17. mars 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvað sögðu menn eftir leikinn á Selfossi?
Við byrjum að tína saman viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna til að fá þeirra sjónarhorn á leikinn.
Guðmundur Karl
, blaðamaður mbl.is náði tali af Bjarna Fritzsyni:
Bjarni Fritzson: Vörnin rosalega léleg
„Við áttum að klára þennan leik en sóknarleikurinn riðlaðist hjá okkur í seinni hálfleik og hugarfarið var ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Bjarni Fritzson, sem skoraði tólf mörk fyrir Akureyri í 31-31 jafnteflinu á Selfossi í kvöld.
„Vörnin var rosalega léleg hjá okkur en sóknarleikurinn þokkalegur. Það vantaði samt að fleiri hefðu tekið af skarið í sókninni. En kannski verður þetta stig bara geðveikt mikilvægt í lokin og þá getum við verið ánægðir,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is eftir leik.
„Við misstum Gumma [Guðmund Hólmar] meiddan út snemma í seinni hálfleik og við það riðlast sóknarleikurinn. Þetta var vandræðalegt á köflum en við náðum engum hraðaupphlaupum í seinni hálfleik og vorum latir að hlaupa til baka,“ sagði Bjarni ennfremur.
Bjarni átti stórleik í kvöld
Guðmundur Egill Gunnarsson
, blaðamaður sport.is ræddi við þjálfara liðanna:
Atli Hilmarsson: Megum þakka fyrir stig í lokin
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, var að vonum ekki ánægður með að liðið sitt skyldi missa niður fimm marka forystu á útivelli gegn Selfyssingum í kvöld.
„Við köstum þessu frá okkur en megum þakka fyrir að fá stig í lokin. Við fórum að spila mjög illa, klikkuðum úr dauðafærum og varnarleikurinn gekk ekki upp eins og í fyrri hálfleik og því fór sem fór.“
Akureyringar eru þrátt fyrir tapið í kvöld enn í toppsæti deildarinnar og í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.
„Við þurfum að vinna tvo leiki og reyna að taka deildarmeistaratitilinn. Síðan er það bara úrslitakeppni og spilin verða stokkuð upp á nýtt. Það er hinsvegar mjög mikilvægt fyrir okkur að fá heimaleikjaréttinn og til þess þurfum við að vinna tvo leiki í viðbót og auðvitað er stefnan sett á það.“
Gríðarlega góð stemning myndaðist í íþróttahúsinu á Selfossi í kvöld en umdeilt atvik átti sér stað á lokaandartökum leiksins þegar Selfyssingar skoruðu í autt mark Akureyringa en dómarar leiksins dæmdu markið ekki gilt því ekki var búið að flauta miðju.
„Það var mjög góð stemning hér í kvöld og Selfoss-liðið gafst aldrei upp og voru einfaldlega að berjast fyrir lífinu sínu og uppskáru eftir því. Dómarinn vill meina að hann hafi ekki verið búinn að flauta og það verður bara að taka því. Hann var ekki búinn að flauta miðjuna á og það var skýringin sem ég fékk frá dómurunum og það verður bara að taka henni.“
Sebastian Alexandersson: Við höfum hjartað
Sebastian Alexandersson var ánægður með að Selfoss hafi náð í stig úr leiknum í dag en fannst sínir menn reknir útaf fyrir litlar sakir í fyrri hálfleik.
„Mér fannst við ekkert svo skelfilegir í byrjunar. Við vorum einfaldlega týndir útaf fyrir brot sem áttu sér stað allan leikinn. Línan hjá dómurunum breyttist hinsvegar eftir því sem leið á leikinn.“
Selfyssingar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og ætla að selja sig mjög dýrt til að halda sæti sínu í deildinni. Sebastian segir liðið sitt hafa það sem til þarf til að halda sér í deildinni.
„Við erum búnir að vera að gera þetta í allan vetur. Við höfum alltaf komið til baka alveg sama við hvern við höfum spilað og það hafa öll lið í deildinni sýnt okkur þá virðingu að vanmeta okkur ekki. Ég er ánægður með mitt lið, við höfum karakter og við höfum hjartað. Sumir segja að þetta hafi ekki fallið með okkur en ég er ósammála. Við erum ekki búnir að tapa í síðustu þremur leikjum, höfum tekið fjögur stig af sex mögulegum sem mér finnst við hefðum átt að taka en svona er sportið.
Í fyrri parti mótsins vorum við ekki í þeirri stöðu að eiga séns á að vinna leiki en um leið og við eigum séns þá tökum við stigin. Eitt stig í dag var betra en ekkert en við áttum að vinna í dag en svo geta Akureyringar líka sagt að þeir hafi verið fimm mörkum yfir og tíu mínútur eftir þannig en ég er ósammála. Leikurinn þróaðist þannig að við gátum unnið hann en það gerðist ekki, jafnteflið gegn Haukum var mikið sárara en þetta.“
Mjög umdeilt atvik átti sér stað í lok leiksins þegar Akureyringar höfðu skipt markmanni sínum útaf til að vera með fleiri menn í sókninni. Oddur Gretarsson jafnaði leikinn og Selfyssingar fóru í hraða miðju og skoruðu í autt markið en dómarar leiksins vildu meina að miðjan hefði ekki verið tekin rétt við mikla óánægju áhorfenda á Selfossi.
„Dómarinn hefur sína samvisku og hann er harður á því að hann hafi ekki stigið á línuna. Ég held að það hafi munað svona feti, ég veit að þetta skiptir máli og reglur eru reglur en hversu margar hraðar miður hafa verið teknar í vetur án þess að menn hafi stigið akkúrat á línuna. Það hefði þurft gríðarlegt hugrekki til að flauta þetta mark og dómarinn er sannfærður um að hann hafi gert rétt og ég verð bara að treysta honum.“
Guðmundur Karl
, blaðamaður mbl.is talaði einnig við þjálfarana eftir leikinn:
Atli Hilmarsson: Hentum sigrinum frá okkur
„Við vorum komnir með unninn leik en á einhvern óskiljanlegan hátt slökuðum við á í lokin. Við klúðruðum þessu sjálfir og ekkert annað. Selfyssingar höfðu alltaf trú á að þeir gætu fengið eitthvað út úr leiknum og þeir verðskulduðu stigið. Í heildina spiluðum við ágætlega en misnotuðum góð færi í lokin og fengum mörg hraðaupphlaup á okkur í kjölfarið,“ sagði Atli.
Sebastian Alexandersson: Virkilega stoltur af mínu liði
„Við lentum í miklu mótlæti í fyrri hálfleik og náum að lifa af sex marka mun á móti besta liði landsins. Við unnum seinni hálfleikinn með fjórum mörkum og vorum í dauðafæri að klára leikinn. Þetta var bara „deja vu“ frá síðasta heimaleik á móti Haukum,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, í samtali við Morgunblaðið eftir leik.
„Nú erum við búnir að henda frá okkur tveimur stigum fyrst á móti Íslandsmeisturunum og núna á móti verðandi deildarmeisturum. Við erum bara mættir og ég vona að það sé ekki of seint en ég er virkilega stoltur af mínu liði í kvöld,“ sagði Sebastian einnig.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson