Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er ekkert annað í boði en að enda deildina með sigri

5. apríl 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Lokaumferð N1 deildarinnar, Akureyri - Fram

Á fimmtudagskvöldið lýkur N1 deildarkeppninni að þessu sinni. Í lokaumferðinni leika Akureyri og Fram en leikurinn hefst klukkan 19:30 í Íþróttahöllinni. Bæði liðin eru örugg í úrslitakeppnina en Fram á í baráttu við HK um hvort liðið hafnar í 3. sæti deildarinnar. Á sama tíma leika HK og FH í Kópavoginum þannig að úrslit beggja leikjanna hafa áhrif.

Þó að Akureyrarliðið hafi tryggt sér efsta sætið og þar með Deildarmeistaratitilinn þá hefur leikurinn töluverða þýðingu því að með sigri mun Akureyri hafa betur í viðureignum við öll hin liðin í deildinni. Fyrir leikinn er Fram með betri stöðu í innbyrðis viðureignum, Akureyri vann fyrsta leik liðanna á útivelli 31-32 en Fram vann þegar liðin mættust hér á Akureyri 30-34 þannig að Fram hefur þrjú mörk í plús.
Akureyri verður því að sigra í leiknum til að ná yfirhöndinni gegn Fram.

Fram liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna í vetur, í fyrstu tíu umferðunum vann liðið alla leikina nema hvað þeir töpuðu leik á móti Akureyri og síðan HK og liðið virtist líklegt til afreka. Þá kom arfaslakur kafli þar sem margir leikir töpuðust og margir hverjir með miklum mun. Þá komu tveir mikilvægir sigrar í röð, sérstaklega var mikilvægur stórsigur gegn Haukum og liðið virtist hafa náð sér á strik á ný. Í síðustu umferð mátti Fram liðið hins vegar þola skell á móti HK þar sem Fram tapaði með níu marka mun á heimavelli 26-35.

En Fram liðið mun örugglega mæta af fullum krafti til leiks á fimmtudaginn líkt og Akureyrarliðið enda mikilvægt að enda deildina með sigri og koma til leiks í úrslitakeppnina með vindinn í seglin.
Eins og kom fram hér að framan sigraði Fram þegar liðin mættust hér í Höllinni í vetur og voru það fyrstu stigin sem Akureyri tapaði á tímabilinu. Fram liðið er gríðarlega vel mannað, trúlega með breiðasta hópinn í deildinni. Fyrstan skal telja markvörðinn Magnús Erlendsson en hann hefur verið besti maður liðsins í vetur.

Útileikmennirnir hafa skipst nokkuð á að láta ljós sitt skína. Þannig var Magnús Stefánsson frá Fagraskógi þeirra markahæstur í síðasta leik og þar á eftir komu línumaðurinn Jóhann Karl Reynisson (sem lék í fjarveru Haraldar Þorvarðarsonar) og hægri hornamaðurinn Einar Rafn Eiðsson sem er einn klárlega einn hættulegasti maður liðsins.
Það er hægt að telja upp þó nokkur nöfn, Halldór Jóhann Sigfússon er liðinu mjög dýrmætur svo og skytturnar Jóhann Gunnar Einarsson og Andri Berg Haraldsson svo einhverjir séu nefnir að ógleymdum Róbert Aron Hostert sem hefur reynst okkur afar erfiður í síðustu leikjum. Þá hefur Arnar Birkir Hálfdánarson komið mjög sterkur upp í síðustu leikjum, ekki síst sem skytta þó hann sé hornamaður að upplagi.


Gulli, Heimir og Höddi hafa örugglega ekkert á móti því að taka á Frömurum á fimmtudaginn

Það er allavega ljóst að það verður hörkuleikur í boði í Höllinni á fimmtudagskvöldið.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson