Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Daníel Einarsson er að leika frábærlega þessa dagana



14. apríl 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Sigur á HK í fyrsta leik undanúrslitanna

Akureyri vann fyrsta leikinn í einvíginu gegn HK í undanúrslitum N1- deildar karla þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Þetta var hörkuviðureign sem lyktaði með tveggja marka sigri 26:24 og Akureyri með yfirhöndina í einvíginu.
Akureyrarliðið var dálítið hikandi í upphafi leiks meðan HK byrjaði af krafti og náði góðri forystu strax í upphafi 1-4. Akureyri minnkaði muninn í 3-4 en Akureyri gekk erfiðlega að halda aftur af skyttunni Ólafi Bjarka Ragnarssyni sem skoraði nánast af vild með glæsilegum skotum. HK, eða réttara sagt Ólafur virtist hafa tiltölulega lítið fyrir sínum mörkum á meðan allt var heldur þyngra í Akureyrarsókninni en í stöðunni 6-9 má segja að hafi orðið nokkur viðsnúningur.


Ólafur Bjarki var illviðráðanlegur en hér tekur Hreinn Hauksson vel á honum

Heimir Örn, Oddur og Bjarni skoruðu hver um sig tvö mörk á næstu mínútum og Bjarni einmitt jafnaði loks metin með síðasta marki fyrri hálfleiks. Á sama tíma þéttist vörnin og Sveinbjörn stóð fyrir sínu í markinu og varði meðal annars vítakast.

Leikurinn snerist síðan við í upphafi seinni hálfleiks þar sem Akureyrarliðið tók leikinn í sínar hendur og náði fyrst þriggja marka forystu 17-14 þegar Bergvin Gíslason skoraði úr afar þröngu færi í horninu.
HK lagði þó ekki árar í bát og næstu mínútur var forysta Akureyrar 1 til þrjú mörk en einhvernveginn virtist Akureyri alltaf eiga auðvelt með að rífa sig frá ef HK náði að minnka muninn.
Þegar fimm mínútur voru til leiksloka og staðan 23-21 var Heimir rekinn útaf og HK fékk vítakast. En þá var komið að innkomu Stefáns Guðnasonar sem varði vítið, leikmenn HK náðu frákastinu og fóru inn af línunni en aftur varði Stefán með tilþrifum.


Heimir rekinn útaf og spenna í loftinu

Oddur jók forskotið á ný í þrjú mörk og Hörður Fannar innsiglaði síðan góðan sigur með marki úr horninu þegar mínúta var til leiksloka.

Já byrjun leiksins var dálítið stirð en eftir að menn höfðu hrist af sér upphafsslenið var leikur liðsins býsna góður. Sérstaklega small vörnin bærilega saman í seinni hálfleik og munaði mikið um innkomu Hreins Haukssonar í varnarleikinn.
Sóknarleikurinn var miklu betri og yfirvegaðri í seinni hálfleiknum. Daníel Einarsson var öryggið uppmálað í hægra horninu og átti flottan leik líkt og í síðustu leikjum, sömuleiðis var Oddur öflugur í vinstra horninu og skoraði einnig mörk fyrir utan. Bjarni Fritzson og Heimir Örn voru traustir að vanda.


Oddur skorar úr horninu

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Oddur Gretarsson 6 (1 úr víti), Daníel Einarsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Heimir Örn Árnason 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2 og Bergvin Gíslason 1 mark.
Í markinu varði Sveinbjörn Pétursson 19 skot og þar af eitt vítakast og Stefán Guðnason varði 2 skot, sömuleiðis 1 vítakast.

Hjá HK var Ólafur Bjarki Ragnarsson yfirburðamaður, skoraði 10 mörk á meðan Atli Ævar, Sigurjón Friðbjörn og Leó Snær komu næstir með 3 mörk hver. Björn Ingi Friðþjófsson stóð í markinu og var mjög góður með 17 skot varin.

Liðin mætast aftur á laugardaginn klukkan 16:00 í Digranesi og með sigri í þeim leik kemst Akureyri í úrslit en annars þarf oddaleik sem verður þá í Íþróttahöllinni klukkan 19:30 á mánuaginn. Það er allavega ljóst að leikurinn á laugardaginn verður barátta upp á líf og dauða og óskandi að fjölmargir og magnaðir stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu fjölmenni á leikinn og taki duglega á því með strákunum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson