Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Gulli ætlar að hirða stig af fleiri liðum á næstunni

19. nóvember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvað sögðu menn eftir Aftureldingar leikinn?

Við ljúkum umfjölluninni um leik Akureyrar og Aftureldingar með því að kíkja á viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna. Byrjum á viðtölum Andra Yrkils Valssonar á mbl.is:

Oddur Gretarsson: Tímabilið bara rétt að byrja

„Okkur langaði að koma mjög grimmir til leiks eftir þennan skandal í bikarnum. Okkur tókst það vel enda börðumst við af krafti allan tímann þrátt fyrir að leikurinn hafi verið frekar kaflaskiptur, en við vorum þó ávallt skrefinu á undan. Við vorum með gott forskot í hálfleik og vildum halda sama krafti í síðari hálfleik, það tókst og við vorum komnir með mjög þægilegt forskot. Þá slökuðum við hins vegar of mikið á, misstum þá allt of nálægt okkur þegar skammt var eftir, það á alls ekki að gerast og ég er svekktastur með það. En sigur er sigur og ég er mjög ánægður með að hafa fengið öll stigin.“


Oddur átti magnaðan leik með 11 mörk

Spurður út í andann í liðinu segir Oddur hann góðan og Íslandsmótið í raun bara rétt að byrja: „Við spiluðum auðvitað mjög vel í fyrra en þetta hefur verið aðeins erfiðara fyrir okkur í ár. Andinn hefur hins vegar ávallt verið góður og ekkert vesen komið upp. Það er nú bara ein umferð búin og það þýðir ekkert annað en að spýta í lófana og halda áfram, tímabilið er enn bara rétt að byrja í okkar augum og við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar.

Atli Hilmarsson: Ánægður með baráttuna í leiknum

Akureyri fékk slæma útreið í vikunni þegar liðið féll úr leik í bikarkeppninni og segir Atli að skiljanlega hafi liðið verið svekkt eftir þau úrslit. „Þetta eru náttúrulega menn með mikinn metnað og við erum hundsvekktir að hafa dottið úr leik í keppni þar sem við fórum alla leið í fyrra. En það eina sem við getum gert er að snúa bökum saman og reyna að komast í úrslitakeppnina.


Atli var ánægður með sína menn í leinum

Eina leiðin er að svara inni á vellinum enda eiga þessir frábæru áhorfendur það inni hjá okkur. Þeir studdu vel við bakið á okkur í kvöld þrátt fyrir áfallið í bikarnum og vonandi getum við haldið áfram þessum góðu úrslitum í deildinni. Ég er ánægður með baráttuna í þessum leik, þrátt fyrir að við höfum verið að spila við lið sem er fyrir neðan okkur í deildinni erum við fullvissir um að við getum náð í stig af liðunum á toppnum og blandað okkur í baráttuna,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar við Andra Yrkil.

Hafþór Einarsson: Ég er hrikalega fúll

Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar var ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld þegar lið hans mætti Akureyri. „Heilt yfir er ég bara hrikalega fúll,“ sagði Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, eftir að hafa þurft að sætta sig við ósigur gegn sínum gömlu félögum í Akureyri, 34:26 í N1-deild karla í handknattleik.

„Okkar leikur var alls ekki nægilega góður. Við byrjuðum rólega en unnum okkur svo inn í leikinn aftur, en í síðari hálfleik misstum við þetta alveg frá okkur. Við lentum í algjörum eltingaleik við þá, við náðum hins vegar að bíta frá okkur þegar leið á og áttum möguleika á að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar skammt var eftir, en það virtist fara alveg með okkur og við gátum ekki ógnað þeim neitt meira en það.


Hafþór kemur engum vörnum við gegn Bergvin Gíslasyni

Það litla jákvæða sem við getum tekið úr þessum leik er að hafa náð að vinna upp þetta stóra forskot sem þeir náðu í síðari hálfleik, en að glata því svo aftur niður er náttúrulega alveg óásættanlegt,“ sagði Hafþór Einarsson í viðtali við Andra Yrkil.

Hjalti Þór Hreinsson, blaðamaður visir.is ræddi Guðlaug Arnarsson og fleiri:

GuðlaugurArnarsson: Við viljum meira

„Þetta var baráttusigur á góðu liði,“ segir Húsavíkurtröllið Guðlaugur Arnarsson.
„Við vorum kærulausir undir lokin, vorum að skjóta og snemma og sóknirnar voru ekki nógu góðar. Við misstum þetta aðeins niður, ég vildi klára þetta með stæl.
En sigurinn var góður en nú er það bara einn leikur í einu. Við þurftum þennan sigur til að koma okkur í gang.
Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að vera neðarlega í töflunni, næsta verkefni er að vinna liðin fyrir ofan okkur. Við vorum lengi að tjasla saman okkar sterkasta liði og margir ungir leikmenn spreyttu sig. En við viljum meira,“ sagði Guðlaugur, jafnan kallaður Öxlin.

Oddur Gretarsson: Sigur er sigur

„Ég er ekki alveg sáttur,“ segir Oddur.
„En sigur er sigur. Við vorum góðir í korter eða tuttugu mínútur í seinni hálfleik en það situr í mér að hafa slakað svona mikið á.
Það var ekkert að gerast og við fórum niður á lágt plan. Sama plan og gegn FH.
Eftir það tap ákváðum við að mæta brjálaðir til leiks og þetta var skemmtilegur leikur. Smá slagsmál og svona sem menn hlæja að eftir leikinn. Þannig á þetta að vera.
Nú er bara að hala inn fleiri stig, næst er það FH og við ætlum okkur sigur þar,“ segir Oddur í viðtali við Hjalta Þór.

Þrándur Gíslason: Rjúpan að fara með okkur

Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpu helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn.

„Við vorum lengi að taka við okkur. Við byrjuðum illa en vöknum svo en við vorum of staðir, hreyfðum okkur ekki nóg án bolta. Það má ekki gegn liði eins og Akureyri.
Þeir gerðu þetta vel en við erum ekki alveg sáttir. Við unnum Fram og áttum góðan fyrri hálfleik gegn Gróttu, ég hafði trú á að við myndum rífa okkur upp.
Það gekk ekki alveg eftir. Það var þó gaman að sjá gamla selinn Hrannar koma aftur inn en við verðum að fara aðeins betur yfir okkar leik.
Það vantar ekki ýkja mikið upp á. Menn eru þreyttir, sérstaklega eftir að rjúpnaveiðitímabilið byrjaði“ sagði Þrándur. í viðtali við Hjalta Þór.

Þröstur Ernir Viðarsson blaðamaður Vikudags ræddi við Sveinbjörn Pétursson og Reyni Þór þjálfara Aftureldingar:

Sveinbjörn Pétursson: Sýndum okkar rétta andlit

Sveinbjörn Pétursson átti góðan leik í marki Akureyrar í kvöld í 34-26 sigri norðanmanna á heimavelli gegn Aftureldingu í N1-deild karla. „Þetta var góður sigur og við vorum staðráðnir í að hysja upp um okkur buxurnar eftir skellinn í bikarnum. Við sýndum okkar rétta andlit í kvöld. Við slökuðum kannski fullmikið á í restina en þetta var aldrei í hættu hjá okkur,“ sagði Sveinbjörn eftir leik.


Sveinbjörn átti stórfínan leik

Akureyri sækir FH heim í Kaplakrika og þar eiga norðanmenn slæmar minningar frá leiknum í bikarnum á sunnudaginn var. Sveinbjörn segist hins vegar varla geta beðið eftir þeim leik. „Ég hefði nú helst viljað mæta þeim aftur daginn eftir til að leiðrétta þetta. Ég get allavega lofað því að við erum ekki að fara að bjóða upp á einhvern sirkus þar aftur eins og í bikarnum og ætlum sannarlega að bæta upp fyrir það í næsta leik,“ sagði Sveinbjörn.

Reynir Þór: Við getum staðið í þessum bestu liðum

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með karakterinn í sínu liðið en Mosfellingar gáfust ekki upp þrátt fyrir að lenda ellefu mörkum undir. „Við náðum að koma vel til baka og það er það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik. Mér finnst eins og síðustu tveir leikir sitja enn í okkur. Sérstaklega sigurleikurinn gegn Fram en það fór mikið púður í þann leik og við virðumst ennþá vera að ná okkur eftir það. Við höfum hins vegar sýnt að við getum staðið í þessum bestu liðum og munum bara spýta í lófana,“ sagði Reynir Þór við Þröst Erni eftir leikinn.

Loks bendum við á videóviðtöl sem Þröstur Ernir tók við þá Sveinbjörn og Reyni Þór Reynisson og birtust á sport.is, smelltu á myndirnar til að skoða viðtölin.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson