Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það hafa alltaf verið háspennuleikur þegar Haukarnir koma í heimsókn

5. desember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Síðasti heimaleikur ársins á fimmtudaginn

Það eru ekkert nema stórleikir framundan hjá Akureyri Handboltafélagi á næstunni. Á fimmtudaginn verður einmitt einn af þeim stærstu þegar topplið N1 deildarinnar, Haukar mæta til leiks í Íþróttahöllinni.

Síðasta tímabil var eitt það slakasta í sögu Hauka, að minnsta kosti ef horft er til síðustu áratuga en liðið komst ekki í úrslitakeppnina og þarf að fara langt aftur í tímann til að finna slíkt. En Haukarnir hafa sýnt mátt sinn og megin á þessu tímabili og greinilegt að endurkoma þjálfarans, Arons Kristjánssonar hefur heldur betur eflt sjálfstraust liðsins.

Liðsheild Haukanna er ótrúlega sterk og öguð um leið og hún byggir ekki síst á sterkri vörn og öflugri markvörslu. Í markinu standa reynsluboltinn Birkir Ívar Guðmundsson og unglingurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem mynda eitt öflugasta markvarðapar landsins.


Aron Kristjánsson, Birkir Ívar og Aron Rafn

Í sóknarleiknum ber mikið á ungum en öflugum strákum þar sem Stefán Rafn Sigurmannsson og Tjörvi Þorgeirsson hafa verið mjög aðsópsmiklir fyrir utan ásamt Nemanja Malovic sem kom til liðs við Hauka fyrir þetta tímabil.


Stefán Rafn,Tjörvi og Nemanja

Í hornunum eru reyndir menn, Freyr Brynjarsson og Gylfi Gylfason sem kom heim úr atvinnumennsku í haust en báðir skora mikið fyrir Haukana. Á línunni er stór og kraftmikill strákur, Heimir Óli Heimisson sem hefur reynst andstæðingum Haukanna illviðráðanlegur í vetur.


Freyr Brynjarsson, Gylfi Gylfason og Heimir Óli

Vörnin er aðalsmerki Haukanna og þar bætast við jaxlar eins og Matthías Árni Ingimarsson og Sveinn Þorgeirsson sem bregður sér einnig í sóknarleikinn og leiðist ekki að dúndra á markið.


Matthías og Sveinn

Haukaliðið hefur sem sé smollið mjög vel saman í vetur og hefur þægilega forystu á toppi N1 deildarinnar og á þó einn leik til góða, gegn nágrönnum sínum í FH. Nú síðast völtuðu Haukarnir yfir bikarmeistara Vals í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, unnu ellefu marka sigur á þeim í Vodafonehöllinni þannig að við getum verið viss um að Akureyrarliði þarf á öllu sínu að halda á fimmtudaginn.

Snorri Sturluson, blaðamaður á sport.is lýkur umfjöllun sinni um leik Hauka og Vals að þar hafi Haukarnir sýnt það og sannað að á góðum degi er ekkert handboltalið á Íslandi sem stenst þeim snúning. Akureyringar fá því það verðuga verkefni, jafnt innan vallar sem í stúkunni að afsanna þessa fullyrðingu Snorra Sturlusonar.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson