Þórir Tryggvason var að senda okkur enn fleiri myndir frá leiknum í gærkvöldi. Nú er langt í næsta heimaleik því að eftir útileikinn gegn Val þann 18. desember tekur við hið árvissa hlé vegna landsliðsverkefna. Næsti heimaleikur er ekki fyrr en 2. febrúar en þá kemur HK í heimsókn.
Þangað til er kærkomið að skoða myndir frá því í gær.
Oddur Gretarsson og Heimir settu upp flott sirkusmark

Haukar fengu aukakast í lok fyrri hálfleiks en varnarmúrinn stóð fyrir sínu

Mögnuð stemming í stúkunni, Bjarni Sigurðsson hvetur menn áfram

Svarta áttan fór mikinn og átti sinn þátt í stemmingunni

Leiknum lokið og sigurgleðin leynir sér ekki út um allan völl
Þetta er bara örlítið brot af myndunum frá Þóri, smelltu hér til að skoða þær allar.
Einnig er slatti af myndum frá Sævari Geir Sigurjónssyni á sport,is smelltu hér til að skoða þær.
Þar að auki eru nokkrar myndir frá leiknum inni á Vikudagur.is sem er hægt að skoða hér.