Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Til hamingju Gulli og Höddi



13. desember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hörður Fannar og Guðlaugur í liði 11. umferðar N1 deildarinnar

Morgunblaðið birtir í dag val sitt á liði 11. umferðar N1 deildarinnar, þar á Akureyri Handboltafélag tvo fulltrúa, línumanninn Hörð Fannar Sigþórsson og varnarmanninn Guðlaug Arnarsson.

Listi Morgunblaðsins er eftirfarandi:
Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson Fram
Hægri skytta: Örn Ingi Bjarkason FH
Leikstjórnandi: Ingimundur Ingimundarson Fram
Línumaður: Hörður Fannar Sigþórsson Akureyri
Vinstri skytta: Böðvar Páll Ásgeirsson Aftureldingu
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson Haukum
Varnarmaður: Guðlaugur Arnarsson Akureyri
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson FH

Morgunblaðið valdi Ingimund Ingimundarson jafnframt leikmann umferðarinnar, hér á eftir fara glefsur úr spjalli Ívars Benediktssonar, blaðamanns mbl við Ingimund:
„Deildin er jöfn og skemmtileg þar sem efstu sex liðin geta reytt sig hvert af öðru. Framundan er því áfram hörkukeppni um sæti í úrslitakeppninni,“ segir Ingimundur.

Akureyri með eina alvöruheimavöllinn
Ingimundur segir ýmislegt hafa breyst í umgjörð og stemningu leikja hér á landi frá því að hann hélt út til Evrópu fyrir nokkrum árum.
„Mér finnst minni stemning á leikjum núna en var þegar ég lék hér heima á sínum tíma. Kannski er ég eitthvað að ofmeta stemninguna kringum ÍR-liðið í Austurbergi á sínum tíma.
Það eru samt nokkur lið sem eru að vinna mjög vel í sínum málum og þar vil ég sérstaklega nefna Akureyri. Þar er eini alvöruheimavöllurinn sem erfitt er að sækja heim. Þar er greinilega unnið gott starf,“ segir Ingimundur.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson