Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sveinbjörn og Bjarni virðast kunna vel við sig á móti Gróttu



9. febrúar 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri með góðan útisigur á Gróttu

Akureyri gerði góða ferð á Seltjarnarnesið í kvöld og sótti þangað tvö góð stig. Það má aldrei vanmeta lið eins og Gróttu og sem betur fer mættu leikmenn Akureyrar ákveðnir til leiks enda er liðið í þeirri stöðu að ekkert má bregða útaf til að markmiðið um sæti í úrslitakeppninni náist.

Heimir Örn Árnason var í hópnum en ljóst að hann yrði ekki notaður nema nauðsyn krefði. Hins vegar lék Ásgeir Jónsson sinn fyrsta alvöruleik með Akureyri og er ástæða til að fagna þeim tíðindum.

Akureyri byrjaði leikinn með látum og komst í 1 – 4 þar sem Hörður Fannar fór á kostum á línunni. Grótta minnkaði muninn í eitt mark en Akureyri jók muninn aftur í fjögur mörk 4 – 8 um miðjan hálfleikinn.


Bjarni Fritzson í leik gegn Gróttu í Íþróttahöllinni

Gróttumenn náðu ekki að ógna að gagni og Akureyri með þægilega fimm marka forystu lengst af til hálfleiks. En Grótta skoraði síðasta mark hálfleiksins og minnkuðu með því forskotið í fjögur mörk á ný, hálfleiksstaðan 9-13 fyrir Akureyri.
Bjarni Fritzson og Sveinbjörn Pétursson áttu magnaðan leik, Bjarni með frábæra nýtingu, sjö mörk og Sveinbjörn öruggur í markinu.


Sveinbjörn Pétursson í ham á móti Gróttu fyrr í vetur

Í upphafi seinni hálfleiks herti Akureyrarliðið tökin og forystan varð sjö mörk, 12 - 19 eftir rúmlega tíu mínútna leik og ljóst að Gróttumenn höfðu fá svör við leik Akureyrar. Markaskorunin dreifðist meira en í fyrri hálfleiknum. Jón Heiðar Sigurðsson tók við leikstjórninni, Heiðar Aðalsteinsson kom í vinstra hornið og Daníel Einarsson í hægra hornið og skoraði tvö góð mörk.
Bjarni og Sveinbjörn voru áfram öruggir í sínum leik, Stefán Guðnason leysti Sveinbjörn af síðustu mínúturnar. Munurinn á liðinum jókst jafnt og þétt og varð mestur tíu mörk 18 – 28 en Grótta skoraði síðasta mark leiksins og minnkaði muninn þar með í níu mörk, lokatölur 19-28.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 12 (5 úr vítum), Hörður Fannar Sigþórsson 4, Bergvin Gíslason 3, Geir Guðmundsson 3, Oddur Gretarsson 3, Daníel Einarsson 2 og Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Sveinbjörn Pétursson stóð í markinu lengst af og varði 17 skot. Stefán Guðnason varði 2 skot, þar á meðal vítakast snemma í leiknum.

Þess má til gamans geta að þegar liðin mættust hér á Akureyri fyrr í vetur þá skoraði Bjarni einnig 12 mörk og Sveinbjörn varði líka 17 skot þá.

Hjá Gróttu var Jóhann Gísli Jóhannsson markahæstur með 5 mörk en besti maður þeirra var þó án efa markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson sem varði ein 16 skot.

Þessi úrslit svo og önnur úrslit kvöldisins þýða að Akureyri er í 5. sætinu og í raun breyttist ekkert innbyrðis röð liðanna í deildinni og þar með ljóst að Akureyri og Grótta mætast aftur í næstu umferð á Seltjarnarnesinu og næsti leikur þar á eftir verður útileikur gegn Aftureldingu.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson