Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Svavar stýrði samkvæminu af röggsemi

28. febrúar 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Herrakvöld Akureyrar Handboltafélags – myndir

Föstudaginn 17. febrúar síðastliðinn var haldið velheppnað herrakvöld Akureyrar Handboltafélags á Hótel KEA. Tekið var á móti gestum með fordrykk við innganginn og fljótlega var borinn fram dýrindis matur.


Þeir skemmtu sér vel

Veislustjórn var í höndum Svavars Alfreðs Jónssonar og er óhætt að segja að Svavar fór á kostum.

Þá voru kynntir þrír ræðumenn, íþróttafréttaritarinn Adolf Ingi Erlingsson, alþingismaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson og loks fyrirliðinn Heimir Örn Árnason. Allir komust þeir vel frá sínu og til að mynda rakti Heimir nokkur dæmi um hvernig þýskukunnáttan hefur oft komið að góðum notum á keppnisferðum erlendis.


Svavar og Heimir Örn


Sigmundur Ernir og Adolf Ingi

Bráðefnilegur dúett flutti nokkur lög þar sem Atli Hilmarsson slóst í hópinn og tók að sjálfsögðu Fiskinn hennar Stínu.

Eftir uppboð voru dregnir fjölmargir happadrættisvinningar og fóru ýmsir vel klyfjaðir heim.

Hér er hægt að skoða nokkrar myndir frá kvöldinu, myndasmiður var Ómar Guðmundsson.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson