Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Ţri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Miđ. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin stađan

Ungmennaliđ karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin stađan




    Fréttir                       Ţú flettir milli frétta međ örvalyklunum eđa smellir á bláu örvarnar! 

Hörđur Fannar var drjúgur í kvöld

1. mars 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri sigrađi Aftureldingu 23 - 28 (12-14)

Akureyri vann mikilvćgan fimm marka sigur á Aftureldingu í kvöld, 23-28. Akureyri skorađi fyrstu ţrjú mörk leiksins og hélt forystunni allan tímann. Í hálfleik var stađan 12-14. Hér á eftir fer umfjöllun Siguróla Sigurđssonar sem birtist á sport.is

Akureyringar náđu fljótt ţriggja marka forystu í leiknum, 1-4, og héldu henni nánast út allan fyrri hálfleikinn. Leikmenn Aftureldingar áttu ţó ágćtis áhlaup inn á milli en komust aldrei nćr en 1 mark. Akureyringar lentu í töluverđu brottrekstrarveseni undir lok fyrri hálfleiks en á tímabili léku Mosfellingar tveimur leikmönnum fleiri. Ţeir náđu ţó ekki ađ gera sér mat úr ţví og var stađan ţegar flautiđ gall í hálfleik, 12-14, gestunum í vil.


Bergvin Gíslason og Bjarni Fritzson gef ekkert eftir. Mynd: mbl.is/Golli

Bćđi liđ höfđu spilađ ţokkalega vörn en muninn á liđunum er hćgt ađ finna í markvörslunni. Sveinbjörn Pétursson varđi 9 skot í marki gestanna í fyrri hálfleik á međan ţeir Davíđ Svansson og Hafţór Einarsson vörđu ađeins 5 skot í marki heimamanna. Akureyringar urđu ţó fyrir áfalli í fyrri hálfleik ţegar ađ Heimir Örn varđ fyrir hnjaski og ţurfti frá ađ hverfa og kom ekki meira viđ sögu í leiknum.


Guđmundur Hólmar sćkir ađ markinu í Aftureldingar. Mynd: mbl.is/Golli

Akureyringar hófu síđari hálfleikinn af miklum krafti, ţó sérstaklega varnarlega. Sveinbjörn skellti gjörsamlega í lás og klettarnir tveir í hjarta Akureyrarvarnarinnar, Guđlaugur og Hörđur, stigu vart feilspor. Ţađ tók heimamenn tćplega 8 mínútur ađ skora fyrsta mark sitt í síđari hálfleik og náđu Akureyringar mest 6 marka forystu, 13-19.

Leikmenn Aftureldingar virtust ćtla ađ koma til baka og međ góđri innkomu Davíđs Svanssonar í markiđ á nýjan leik náđu ţeir ađ minnka muninn í 3 mörk. Lengra komust ţeir ekki og juku Akureyringar forskotiđ hćgt og rólega.

Lokatölur urđu 23-28, gestunum í vil. Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Akureyringa og varđi 19 skot. Ţá voru ţeir Oddur Gretarsson og Hörđur Fannar Sigţórsson drjúgir í sókninni.

Hjá Mosfellingum voru ţeir Jóhann Jóhannsson og Böđvar Páll Ásgeirsson atkvćđamestir, báđir međ 5 mörk. Davíđ Svansson varđi 11 bolta og Hafţór Einarsson 4.

Mörk Aftureldingar: Böđvar Páll Ásgeirsson 5, Jóhann Jóhannsson 5, Hilmar Stefánsson 3, Jón Andri Helgason 3, Sverrir Hermannsson 2, Ţorlákur Sigurjónsson 2, Einar Héđinsson 2 og Helgi Héđinsson 1.

Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 7, Hörđur Fannar Sigţórsson 6, Bjarni Fritzson 5, Geir Guđmundsson 5, Heimir Örn Árnason 2, Guđmundur Hólmar Helgason 2 og Bergvin Gíslason 1.
Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson