Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Oddur var valinn maður leiksins og Bjarni var markakóngur
19. mars 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Stórbrotinn leikur í kvöld - sigur á FH
Það var sannkölluð flugeldasýning sem leikmenn Akureyrar Handboltafélags buðu uppá í Íþróttahöllinni í kvöld. Eftir arfaslakan leik í síðustu umferð mætti liðið greinilega með hausinn í lagi, krafturinn og stemmingin í liðinu sló FH-inga gjörsamlega útaf laginu. Varnarleikurinn var gjörsamlega frábær og Sveinbjörn datt í mikið stuð þar fyrir aftan.
Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var líka hreinlega til fyrirmyndar, menn höfðu áhyggjur af skotnýtingunni gegn Haukum í síðasta leik og menn hafa greinileg unnið vel í þeim málum því að í fyrri hálfleik vörðu markverðir FH samtals þrjú skot, reyndar held ég að liðið hafi ekki verið með einn einasta glataðan bolta í hálfleiknum enda segja hálfleikstölurnar 20 – 11 allt sem segja þarf.
Ég held að Akureyrarliðið hafi varla spilað jafn frábæran hálfleik í sögu félagsins. Allir skiluðu sínu og gaman að sjá hvað sjálfstraustið geislaði af mönnum. Bjarni skoraði sex mörk og frábært að sjá Guðmund Hólmar Helgason í banastuði með fjögur bombumörk.
FH-ingar komu sterkari til seinni hálfleiks án þess þó að ná að minnka muninn að neinu ráði. Akureyri tók sig til um miðjan seinni hálfleikinn og bætti um betur og náði tíu marka forystu 28 - 18 og síðan 29 -19 þegar níu mínútur voru til leiksloka.
Heimamenn slökuðu verulega á þessar lokamínútur, menn misstu dálítið einbeitinguna í sóknarleiknum og FH-ingar gengu á lagið og klóruðu grimmt í bakkann. Niðurstaðan varð þó öruggur fjögurra marka sigur 30 – 26 og sigurstemming í Höllinni að leikslokum.
Burstséð frá þessum lokamínútum þá var leikur Akureyrarliðsins frábær. Sveinbjörn kórónaði glæsilega markvörslu með því að grípa þrumuskot frá Ólafi Gústafssyni sem dró annars vagninn fyrir FH og skoraði alls 6 mörk í leiknum.
Undir lok leiksins kom Andri Snær Stefánsson inná í sínum fyrsta leik síðan vorið 2010 en hann er kominn heim eftir dvöl í Danmörku. Þetta var reyndar 100. leikur Andra Snæs með Akureyrarliðinu en hann náði þó ekki nema rúmri mínútu inná áður en honum var vísað af leikvelli, stuttur leikur hjá honum að þessu sinni.
Í leikslok var Oddur Gretarsson valinn maður Akureyrarliðsins og Ólafur Gústafsson hjá FH en báðir fengu glæsilega matarkörfu frá Norðlenska í viðurkenningarskyni.
Mörk Akureyrar:
Bjarni Fritzson 7 (1 úr víti), Oddur Gretarsson 6, Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason 5 mörk hvor, Heimir Örn Árnason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 2 og Bergvin Gíslason 1.
Markvarsla:
Sveinbjörn Pétursson varði 23 skot, Stefán Guðnason kom inná til að reyna við vítakast en hafði ekki erindi sem erfiði.
Hjá FH var markaskornunin þannig: Ólafur Gústafsson 6, Hjalti Pálmason 5 (öll úr vítum), Atli Rúnar Steinþórsson og Örn Ingi Bjarkason 3 mörk hvor, Ari Magnús Þorgeirsson og Sigurður Ágústsson 2 hvor, Halldór Guðjónsson, Ísak Rafnsson, Magnús Óli Magnússon, Ragnar Jóhannsson og Þorkell Magnússon eitt mark hver.
Daníel Freyr Ansdrésson varði 7 skot (þar af 1 vítakast) og Pálmar Pétursson varði 2 skot.
Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að geta um magnaða frammistöðu áhorfenda sem líkt og leikmenn áttu frábæran leik og sköpuðu stórkostlega stemmingu og áttu svo sannarlega sinn þátt í sigrinum.
Nú þegar tveir leikir eru eftir í N1 deildinni situr Akureyri í þriðja sæti deildarinnar. Enn getur allt gerst varðandi röð efstu liða, næsta föstudag er útileikur gegn Fram og lokaleikurinn verður föstudaginn 30. mars en þá koma Valsmenn í heimsókn. Fyrst þá vitum við í hvaða sæti Akureyri lendir.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson