 Guðmundur Hólmar var atkvæðamikill í dag
| | 8. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifarU-20: Íslenska liðið vann riðilinn og er komið á EMÍslenska U-20 ára landslið karla vann 28-24 sigur á Eistlandi í dag og þar með riðilinn. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 7 mörk og var markahæstur Íslendinga. Geir Guðmundusson var öflugur líka en hann skoraði 4 mörk. Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Guðmundur Hólmar Helgason 7, Sveinn Aron Sveinsson 5, Geir Guðmundsson 4, Janus Smárason 4, Garðar Sigurjónsson 4, Ísak Rafnsson 2, Árni Benedikt Árnason 1 og Víglundur Þórsson 1.
Þar með er ljóst að þeir frændur, Guðmundur og Geir fara með U-20 ára liðinu til Tyrklands í sumar þar sem lokakeppnin fer fram. Guðmundur Hólmar á flugi í dag. Mynd: Pjetur Sigurðsson visir.is
 Geir Guðmundsson sáttur með gangi mála. Mynd: Pjetur Sigurðsson visir.is Sjá fleiri myndir frá leiknum í dag. |