Heimasíðan kíkti á æfingu hjá Akureyrarliðinu í vikunni en strákarnir hafa æft af miklum krafti frá því að leiktímabilinu lauk. Heimir Örn Árnason og Sævar Árnason stjórnuðu æfingunni og kvaðst Heimir vera mjög ánægður hvað menn hafa tekið vel á því í sumar en auk handboltaæfinga er hlaupið úti og styrktaræfingar í Átaki Heilsurækt við Skólastíg.
Strákarnir úr Íslandsmeistaraliði 2. flokks taka virkan þátt með æfingahópnum og ekki ósennilegt að margir þeirra geri tilkall til sætis í meistaraflokksliðinu næsta vetur. Þá eru „útlendingarnir“ okkar þeir Jónatan Magnússon og Árni Sigtryggsson í bænum og taka virkan þátt í æfingunum.
Við smelltum af nokkrum myndum sem fara hér á eftir:
Hraðaupphlaupsæfing í undirbúningi

Keyrt á fullu í hraðaaupphlaup

Heimir fylgist með sínum mönnum

Það var létt yfir Árna Sigtryggsson á æfingunni

Geir Guðmundsson pústar aðeins

Stund milli stríða og stutt vatnspása

Sissi svalar þorstanum í pásunni

Jónatan Magnússon mættur frá Noregi

Heimir og Sævar fara yfir næsta þátt æfingarinnar

Sonur Sævars fylgdist vel með enda framtíðarleikmaður