Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Bergvin var valinn maður Akureyrarliðsins í kvöld

8. nóvember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap á lokamínútunum gegn Val

Valsmenn fóru heim með tvö stig í Íþróttahöllinni í dag eftir leik sem lengst af var verulega spennandi. Fyrir leikinn sýndu fjórar stúlkur frá POINT Dansstúdíói skemmtilegan dans sem var með ýmsar tilvísanir í handboltann og fá þær bestu þakkir fyrir skemmtilega sýningu.


Glæsileg sýning hjá stelpunum. Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir.

En það voru Valsmenn sem byrjuðu betur og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Það var fyrst og fremst markvörður þeirra Hlynur Morthens sem átti heiðurinn af því en hann byrjaði með látum. Hlynur þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið þrumuskot frá Bjarna Fritzssyni í andlitið.

Það var Guðmundur Hólmar sem braut loks ísinn fyrir heimamenn en Valur hélt þó fjögurra marka forskoti 4 – 8. Þá kom góður kafli Akureyrarliðsins, vörnin vann boltann hvað eftir annað og í kjölfarið fylgdu fimm norðan-mörk í röð og Akureyri með forystu 9-8 í fyrsta sinn í leiknum. Valsarar lögðu þó ekki árar í bát og sigu framúr á ný og leiddu með tveim mörkum í hálfleik 12-14.

Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn vel, Andri Snær jafnaði leikinn með tveim mörkum í röð og Bergvin bætti við því þriðja og Akureyri yfir á nýjan leik. Allt var þó í járnum og jafn á flestum tölum upp í 22-22 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Þessar tíu mínútur gekk ekkert upp hjá Akureyrarliðinu sem skoraði aðeins eitt mark gegn fimm mörkum Valsmanna sem fögnuðu langþráðum sigri.

Eins og svo oft í vetur þá lá munurinn á liðunum fyrst og fremst í markvörslunni, Hlynur Morthens fór hamförum í Valsmarkinu með 24 skot varin og þar á meðal ófá úr dauðafærum. Ákafur varnarleikur Valsmanna virtist slá heimamenn dálítið út af laginu og var sóknarleikurinn oft á tíðum ansi hægur og jafnvel ráðvilltur á köflum. Þó verður það ekki af liðinu tekið að oft á tíðum fengust fín færi en þá var það fyrrnefndur Hlynur sem stóð í veginum.

Liðið saknaði greinilega Odds Gretarssonar, ekki síst sem leikstjórnanda auk þess sem Bjarni Fritzsson er greinilega ekki búinn að ná sér að fullu af sínum meiðslum. Það var þó ekki svo að ekki mætti sjá jákvæða hluti í leik liðsins. Bergvin Gíslason átti fína spretti og Guðmundur Hólmar og Geir Guðmundsson komu með nokkur glæsimörk sem gefa góð fyrirheit.


Bergvin Gíslason átti fínan leik.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6 (2 úr vítum), Guðmundur Hólmar Helgason 5, Bergvin Gíslason 4, Geir Guðmundsson 4, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor.
Í markinu varði Jovan Kukobat 10 skot og Stefán Guðnason 2, þar af 1 víti.

Hjá Val var Þorgrímur Ólafsson markahæstur með 8 mörk, Valdimar Fannar Þórsson 7 (1 víti), Finnur Ingi Stefánsson 4 (1 víti), Sveinn Aron Sveinsson og Vignir Stefánsson 3 mörk hvor, Atli Már Báruson og Hjálmar Arnarsson 1 mark hvor.
Í markinu varði Hlynur Morthens 24 skot eins og áður segir og Lárus Helgi Ólafsson 2 (þar af 1 víti).

Í leikslok voru Bergvin Gíslason og Hlynur Morthens valdir bestu menn sinna liða og fengu að launum glæsilega matarkörfu frá Norðlenska.

Sjá myndasyrpu frá danssýningunni

Sjá myndasyrpu frá leiknum.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson