Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sigþór meiddist í fyrri leik helgarinnar
17. nóvember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
2. flokkur: Sigur og tap um helgina
Strákarnir í Akureyri-1 stóðu í ströngu í gærkvöldi og í morgun þegar þeir spiluðu tvo leiki, fyrst gegn Fram og síðan gegn Stjörnunni. Fram leikurinn hófst seint í gærkvöldi, klukkan var orðin rúmlega 21:00 þegar hann hófst.
Fram - Akureyri-1
Akureyri hóf leikinn mjög vel og náði fljótlega þriggja til fjögurra marka forystu sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 10-14, Akureyri í vil. Í seinni hálfleik tókst Fram tvívegis að minnka muninn í eitt mark en Akureyrarstrákarnir stóðust áhlaupið og lönduðu góðum þriggja marka sigri í hörkuleik 25-28.
Leikurinn tók sinn toll því leikstjórnandinn Sigþór Heimisson meiddist á hné og spilaði ekki meir í leiknum.
Mörk Akureyrar:
Snorri Björn Atlason 10, Brynjar Grétarsson 5, Garðar Már Jónsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 4, Kristján Sigurbjörnsson 3, Daníel Matthíasson 1 og Sigþór Heimisson 1.
Í markinu varði Tomas Olason vel.
Leiknum var ekki lokið fyrr en um klukkan 22:30 og þá loksins tími til að næra sig eitthvað og koma sér á næturstað.
Stjarnan – Akureyri-1
Það var ekki í boði að sofa lengi því klukkan 10:30 var flautað til leiks í Garðabæ. Sigþór Heimisson var ekkert með vegna meiðslanna frá því í gær og var sárt saknað. Allt var í járnum í fyrri hálfleik og staðan jöfn 14-14 þegar flautað var til hálfleiks.
Daníel Matthíasson meiddist í upphafi seinni hálfleiks og varð að fara útaf. Snorri Björn meiddist sömuleiðis en harkaði af sér út leikinn.
Í seinni hálfleik kom berlega í ljós að leikurinn frá því kvöldið áður tók sinn toll. Menn voru þreyttir og meiddir. Akureyrarliðið misnotaði sex hraðaupphlaup í seinni hálfleiknum og Stjarnarn þáði það með þökkum og náði mest sex marka forystu. Lokatölur urðu 30-25 fyrir Stjörnuna.
Mörk Akureyrar:
Snorri Björn Atlason 7, Brynjar Grétarsson 6, Halldór Kristinn Harðarson 4, Daníel Matthíasson 2, Garðar Már Jónsson 2, Ásgeir Kristinsson 1,Bjarki 1, Böðvar Nilsen 1 og Friðrik Svavarsson 1 mark.
Maður hlýtur að setja spurningamerki við þessa ráðstöfun að spila leikina svona þétt. Það er meira en að segja það að spila leik þetta seint að kvöldi og vera síðan mættur þetta snemma morguninn eftir í næsta leik.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson