Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Til hamingju Gulli og Beggi



27. nóvember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Guðlaugur Arnarsson leikmaður 9. umferðar

Morgunblaðið birtir í dag val sitt á úrvalsliði 9. umferðar N1-deildar karla. Líkt og í 8. umferð á Akureyri tvo fulltrúa í liðinu en það eru einmitt sömu leikmenn, þeir Bergvin Þór Gíslason sem vinstri skytta og Guðlaugur Arnarsson sem besti varnarmaðurinn og jafnframt er hann valinn leikmaður umferðarinnar.

Hér má sjá val Morgunblaðsins á liðinu en eins og áður þá táknar talan í sviganum hversu oft viðkomandi hefur verið valinn í úrvalslið umferðar:

Vinstri hornamaður: Bjarki Már Elísson, HK (4)
Vinstri skytta: Bergvin Þór Gíslason, Akureyri (2)
Leikstjórnandi: Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu (2)
Línumaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum (5)
Hægri skytta: Logi Geirsson, FH
Hægri hornamaður: Sturla Ásgeirsson, ÍR (2)
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, FH 2
Varnarmaður: Guðlaugur Arnarsson, Akureyri (2)


Bergvin ræðst til atlögu gegn Framvörninni á fimmtudaginn

Við óskum Gulla og Begga til hamingju svo og öðrum leikmönnum sem voru valdir. Það vekur reyndar stundum undrun hvernig menn raðast í stöður í vali Morgunblaðsins. Þannig er athyglisvert að Sturla Ásgeirsson sé valinn besti hægri hornamaðurinn þegar hann leikur fyrst og fremst í vinstra horninu, sömuleiðis leikur Logi Geirsson ekki mikið í hægri skyttunni!

Í tilefni af vali Morgunblaðsins á leikmanni umferðarinnar birtum við hér viðtal Ívars Benediktssonar blaðamanns Mbl við Guðlaug:

Guðlaugur: Mér rann blóðið til skyldunnar

Varnarjaxlinn Guðlaugur Arnarsson er farinn að láta til sín taka á nýjan leik með Akureyri Hætti í vor og var í bumbubolta tvisvar í viku þegar neyðarkall barst frá Heimi og Bjarna.

„Ég var hættur en vegna erfiðleika sem voru hjá Akureyrarliðinu vegna meiðsla leikmanna þá ákvað ég að taka áskorun frá þjálfurunum, Heimi og Bjarna, um að hjálpa til í skamman tíma,“ segir Guðlaugur Arnarsson, handknattleiksmaður hjá Akureyri, sem birtist fyrir skömmu á handknattleiksvellinum á nýjan leik eftir að hafa lagt skóna á hilluna í vor. Hann hefur látið til sín taka í vörn Akureyrarliðsins og þótti aðsópsmikill og sterkur á fimmtudagskvöldið þegar Akureyringar unnu öruggan sigur á Fram í íþróttahöllinni á Akureyri.

„Mér rann blóðið til skyldunnar að aðstoða liðið og samþykkti að vera með fram að áramótum,“ sagði Guðlaugur sem segist lítið hafa æft frá því í vor að hann hætti.


Gulli er ekkert að brjóta hér á Framaranum Haraldi Þorvarðar

„Ég hef verið í bumbufótbolta tvisvar í viku og farið í ræktina þegar tími hefur verið til. Ég hef ekkert æft að ráði enda var ég hættur í handboltanum,“ sagði Guðlaugur, léttur að vanda.

Guðlaugur viðurkennir að hafa verið orðinn lúinn í vor þegar hann ákvað að leggja skóna á hilluna margumtöluðu. „Ástæðan fyrir því að ég hætti í vor var sú að ég var orðinn lúinn líkamlega. Tími var kominn til að gefa líkamanum frí frá handboltanum. Síðan í vor hef ég ekki verið í neinni „aksjón“. Á þeim tíma hef ég aðeins náð að gróa og hlaða batteríin,“ segir Guðlaugur.

Guðlaugur hefur nú spilað þrjá leiki með Akureyrarliðinu, tvo í N1-deildinni og einn í bikarkeppninni. Hann viðurkennir að finna vel fyrir í skrokknum eftir átökin. „Ég er allir mjög stífur og víða aumur og er nokkra daga að jafna mig eftir hvern leik. Þar á ofan þá æfi ég ekki mikið, milli leikjanna, þannig séð þá mæti ég nánast bara í þessa leiki,“ segir Guðlaugur sem reiknar aðeins með að spila með Akureyrarliðinu fram til áramóta.

Annað hnéð ekki brugðist vel við
„Ég gaf kost á mér fram að áramótum í sjö leiki. Eftir það fara skórnir aftur upp á hilluna góðu.
Málið snýst ekkert um það hvort mig langi til að halda áfram eða ekki eftir áramótin. Annað hnéð á mér er sérstaklega illa farið og það hefur ekki brugðist vel við auknu álagi sem fylgt hefur síðustu leikjum. Þess utan þá gengur handboltinn illa upp með vinnunni. Hennar vegna er ég mikið á ferðinni sem fer illa saman við handboltann,“ segir Guðlaugur sem vinnur hjá Vodafone.

„Ég viðurkenni að það hefur verið gaman að mæta til leiks og ný og taka aðeins á mönnum enda hætti ég ekki í vor af því að ég væri orðinn leiður á handboltanum. Ég hætti einfaldlega vegna þess að líkaminn þoldi álagið ekki lengur, þá sérstaklega hnéð, sem ég nefndi áðan.
Ég hef gaman af handboltanum og ekki spillir fyrir að hópurinn hér á Akureyri er góður. Mikið er af ungum og flottum strákum sem hafa fullt af hæfileikum. Innan um og samanvið eru síðan strákar sem ég hef lengi spilað með, eins Heimir Örn, Bjarni og Hreinn.
Vonandi get ég eitthvað hjálpað til þótt ástandið á mér sé þannig að ég telji mig ekki hafa mikið fram að færa.
Ég staulast með fram að áramótum og stend við það sem ég lofaði. Eftir það fara skórnir á rykugu hilluna í geymslunni.“

Haukar eru bestir
Þrátt fyrir að talsvert hafi verið um meiðsli í leikmannahópi Akureyrar það sem af er keppnistímabilinu þá er liðið í öðru sæti deildarinnar. Guðlaugur segir það vera merki um hversu jöfn N1-deildin sé í vetur. „Haukarnir eru langefstir og bestir en síðan eru hin liðin sjö á svipuðu róli sem sást m.a. á því að þótt við töpuðum þremur leikjum í röð um daginn þá héldum við samt sem áður öðru sæti deildarinnar.

Deildin er jöfn og skemmtileg. Eins og staðan er núna þá stendur baráttan bara um þrjú af fjórum sætum í úrslitakeppninni í vor. Það þarf mikið að breytast til þess að Haukar verði ekki áfram með besta liðið. Þeir hafa breiðan hóp leikmanna, frábæra umgjörð og flottan þjálfara. Það ber allt að sama brunni hjá Haukum. Þeir eru liðið sem önnur lið verða að bera sig saman við,“ segir varnarjaxlinn sterki hjá Akureyrarliðinu, Guðlaugur Arnarsson.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson