Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Heimir hefur áður fengist við HK liðið6. desember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: Heimaleikur gegn Íslandsmeisturum HK Þá er komið að síðasta tækifærinu til að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Mótherjarnir eru engir aðrir en Íslandsmeistarar HK og það er til mikils að vinna í dag. Til viðbótar hve baráttan er hörð í deildinni þá er einnig í húfi þátttökuréttur í deildarbikarkeppni efstu fjögurra liða N1 deildarinnar að aflokinni 12. umferð. Athugið að leikurinn byrjar klukkan 19:15 , fimmtán mínútum síðar en vanalega. Heimasíðan verður að sjálfsögðu með beina textalýsingu frá leiknum eins og vanalega.Glæsileg veisla fyrir handhafa Gullkortsins fyrir leik og í hálfleik Í fyrravetur var tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa tvisvar á tímabilinu sérstaklega glæsilega veislu fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Nú er einmitt komið að fyrri glæsiveislu vetrarins og rétt að minna handhafa Gullkortanna á að hafa þau meðferðis í dag.Kennsludiskur í handknattleik forsölutilboð á leiknum Nú er að koma út kennsludiskurinn Frá byrjanda til landsliðsmanns og verður diskurinn kynntur og seldur á sérstöku forsölutilboð á leiknum í dag. Þar verður diskurinn seldur á 2.500 krónur en almennt verð í verslunum verður trúlega um 3.600 krónur.Glæsilegur vinningur fyrir spámann 11. umferðar Í tilefni af leiknum og útgáfu kennsludisksins Frá byrjanda til landsliðsmanns ætlar heimasíðan að veita spámanni 11. umferðar verðlaun, sem verða einmitt eintak af diskinum.Smelltu hér til að taka þátt í spáleiknum . Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook