Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Kærkomið jólafrí hjá körlunum11. desember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifarBreyting á deildarbikarkeppni karla Undanfarin ár hefur deildarbikarkeppni HSÍ farið fram á milli jóla og nýárs þar sem efstu fjögur lið deildarinnar keppa. Nú hefur verið gerð sú breyting á að karlarnir spila sína leiki ekki fyrr en í lok janúar, eða nánar tiltekið 26. og 27. janúar. Þetta er gert vegna þess að A-landslið karla leikur við Túnis dagana 28. og 29. desember. Eflaust verða ýmsir leikmenn þessu fegnir að fá frí milli jóla og nýárs en í staðinn fá liðin ágætis upphitunarmót áður en alvaran í N1-deildinni hefst á ný í febrúar. Deildarbikar kvenna verður hins vegar leikinn á svipuðum tíma og venjulega þ.e.a.s. 27. og 28 desember. Fyrri daginn verður leikið í Íþróttahúsinu í Strandgötu (Hafnarfirði) en úrslitaleikurinn verður í Laugardalshöll. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook