Sendum strákunum góðar kveðjur til Hollands
| | 4. janúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarU21: Geir og Guðmundur til Hollands um helginaÍslenska U21 árs landsliðið í handknattleik karla leikur í Hollandi um helgina þar sem liðið tekur þátt í undankeppni fyrir HM. Úrslitakeppnin fram fer fram í Bosníu-Hersegóvínu í sumar.
Tveir leikmenn Akureyrar Handboltafélags eru í hópnum en það eru frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason.
Íslenska liðið spilar í 1. riðli undankeppninnar og fer hann fram í Panningen í Hollandi. Fyrsti leikur Íslendinga verður gegn Úkraínu í kvöld. Á morgun leika íslensku strákarnir við Hollendinga og á sunnudaginn er lokaleikurinn en þá glímir íslenska liðið við Slóvena. Tvær efstu þjóðirnar vinna sér keppnisréttinn í úrslitakeppninni.
Kristján Halldórsson og Erlingur Richardsson eru þjálfarar U21 árs liðsins en í liðinu eru eftirfarandi leikmenn:
Markverðir: Brynjar D. Baldursson, Stjörnunni Einar Ó. Vilmundarson, Haukum
Aðrir leikmenn: Andri H. Grétarsson, Stjörnunni Árni B. Árnason, Gróttu Einar Sverrisson, Selfossi Garðar B. Sigurjónsson, Fram Geir Guðmundsson, Akureyri Guðmundur H. Helgason, Akureyri Gunnar M. Þórisson, Val Ísak Rafnsson, FH Janus D. Smárason, Aarhus Kristján Ó. Jóhannsson, Gróttu Magnús Ó. Magnússon, FH Pétur Júníusson, Aftureldingu Sveinn A. Sveinsson, Val Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV |