Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Haukar höfðu betur í baráttuleik - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jovan ver víti með tilþrifum í leiknum í kvöld

4. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Haukar höfðu betur í baráttuleik

Það var hörkuleikur í Íþróttahöllinni í kvöld þegar Akureyri tók á móti toppliði Hauka. Það var skarð fyrir skildi hjá heimamönnum þar sem Bjarni Fritzson gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla á kálfa og stýrði hann því liðinu af bekknum með Sævari Árnasyni.

Jovan Kukobat í marki Akureyrar gaf tóninn strax í fyrstu sókn með tveim stórbrotnum markvörslum og í hinu markinu byrjaði landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn sömuleiðis með tilþrifum. Eftir átta og hálfa mínútu varð Akureyrarliðið fyrir áfalli þegar Hörður Fannar Sigþórsson meiddist á hné og lauk þar með þátttöku hans í leiknum.


Hörður var augsjáanlega sárkvalinn

Á þessu stigi er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli Harðar eru en vissulega leit þetta illa út. Eins og menn muna þá gerðist svipað atvik í upphafi leiks liðanna í Hafnarfirði fyrr í vetur en þá sleit Oddur Gretarsson krossband í hné og hefur verið frá allar götur síðan.

En áfram að leiknum, eftir 11 mínútna leik var staðan 1-2 fyrir Hauka en með tveim hraðaupphlaupsmökum juku þeir forskotið í 1-4. Þá kviknaði á sóknarleik heimamanna sem jöfnuðu í 6-6 og náðu í kjölfarið þriggja marka forskoti 10-7 og 11-8. Haukar áttu síðasta mark hálfleiksins og minnkuðu með því muninn í 11-9.

Sókn heimamanna var lengi í gang en var mjög góð seinni hluta hálfleiksins, vörnin grimm og Kukobat aldeilis frábær á bak við hana. Geir Guðmundsson var frábær, skoraði fimm mörk í hálfleiknum.


Geir Guðmundsson var atkvæðamikill í fyrri hálfleiknum

Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur, og náðu að jafna í 12 – 12 og komust yfir í 12 – 13. Sóknarleikur Akureyrar hikstaði auk þess sem Giedrius Morkunas sem kom í Haukamarkið á síðustu mínútum fyrri hálfleiks varði eins og berserkur. Haukarnir náðu á þessum kafla fjögurra marka forystu 13 – 17 þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Sá munur hélst upp í 16 – 20 en með tveim síðustu mörkum leiksins minnkaði Bergvin Þór Gíslason muninn í 18 – 20 sem urðu lokatölur leiksins.

Því miður tókst ekki að fylgja frábærum fyrri hálfleik eftir, tvö vítaköst fóru í súginn og þar með dýrmæt stig. Þó var margt jákvætt í þessum leik. Sérstaklega ber að nefna markvörsluna en Jovan Kukobat var hreint út sagt frábær í leiknum, sama má segja um Stefán Guðnason sem kom inná til að reyna sig við vítakast og hélt í framhaldinu áfram um stund og tók nokkur sannkölluð dauðafæri.

Sóknarleikurinn datt niður í seinni hálfleiknum, Geir náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik en Bergvin Þór Gíslason skoraði fjögur af þeim sjö mörkum sem liðið skoraði í seinni hálfleiknum.


Bergvin var markahæstur með 6 mörk í leiknum

Hjá Haukum náði Sigurbergur Sveinsson sér heldur betur á strik í seinni hálfleik en hann og markvörðurinn Giedrius Morkunas voru yfirburðamenn í Haukaliðinu.

Mörk Akureyrar: Bergvin Þór Gíslason 6, Geir Guðmundsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Heimir Örn Árnason 2 (1 víti), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1, Hreinn Hauksson 1 og Valþór Guðrúnarson 1 mark.
Jovan Kukobat varði 18 skot, þar af 1 vítakast og Stefán Guðnason varði 3 skot.

Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8, Elías Már Halldórsson 5, Gylfi Gylfason 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Freyr Brynjarsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 og Tjörvi Þorgeirsson 1 mark.
Giedrius Morkunas varði 14 skot, þar af tvö vítaköst og Aron Rafn Eðvarðsson varði 6 skot.

Markverðirnir Jovan Kukobat og Giedrius Morkunas voru í leikslok valdir bestu menn liðanna og fengu glæsilega matarkörfu frá Norðlenska að launum.


Giedrius Morkunas besti maður Haukaliðsins


Jovan Kukobat besti maður Akureyrarliðsins

Næsti leikur Akureyrar er strax á fimmtudaginn þegar liðið mætir Val í Vodafone höllinni í Reykjavík og ljóst að sá leikur þarf að vinnast til að eiga möguleika á að verða í efri hluta deildarinnar þegar lokaumferðin deildarinnar hefst.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson