Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bergvin átti frábært tímabil í vetur12. maí 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarBergvin Þór Gíslason valinn besti maður Akureyrar Lokahóf Akureyrar Handboltafélags fór fram í gærkvöldi. Vösk sveit grillmeistara stóð vaktina og töfraði fram dýrindis máltíð fyrir leikmenn, boðsgesti, stjórnarmenn og maka. Hannes Karlsson formaður stjórnaði samkomunni og fór yfir málin.Hannes Karlsson flytur mál sitt
Ljóst er að nokkarar breytingar verða fyrir næsta tímabil, hvað leikmenn varðar er ljóst að Oddur Gretarsson, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson róa á önnur mið og voru þeim þökkuð mikil framlög til liðsins á undanförnum árum. Hins vegar er ljóst að nýir leikmenn munu koma til liðs við okkur, staða þeirra samninga er mislangt á veg komin, sumir nánast fullfrágengnir og aðrir ekki alveg komnir í höfn, við stillum okkur því um að greina frá þeim að svo stöddu. Sævar Árnason sem verið hefur aðstoðarþjálfari undanfarin þrjú ár hyggst einbeita sér að þjálfun yngri flokka hjá KA og voru honum þökkuð frábær störf fyrir félagið. Einnig var upplýst að Hermann Haraldsson hyggðist draga sig úr stjórn félagsins að þessu sinni en framlag Hermanns til handboltamála á Akureyri hefur verið ómetanlegt í gegnum árin. Að vanda voru veittar ýmsar viðurkenningar til leikmanna í lok tímbilsins. Besti leikmaður 2. flokks var valinn skyttan Snorri Björn Atlason Efnilegasti leikmaður meistaraflokks: Valþór Guðrúnarson Besti varnarmaður: Guðmundur Hólmar Helgason Besti sóknarmaður: Bergvin Þór Gíslason Besti leikmaður meistaraflokks: Bergvin Þór GíslasonSnorri Björn Atlason besti leikmaður 2. flokks
Valþór Guðrúnarson efnilegasti leikmaðurinn
Guðmundur Hólmar Helgason besti varnarmaðurinn
Bergvin Þór Gíslason, besti sóknarmaðurinn og leikmaður meistaraflokks
Jafnframt var tilkynnt að Bergvin Þór Gíslason hefði verið valinn efnilegasti leikmaður N1 deildar karla á lokahófi HSÍ sem fór fram á sama tíma. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangur sinn. Ásgeir Jóhann Kristinsson flutti þakkir strákanna í 2. flokki til allra þeirra sem hafa komið að starfsemi flokksins, en 2. flokkur tók að sjálfsögðu þátt í lokahófinu.Ásgeir Jóhann flytur mál sitt
Eftir að menn höfðu gert matnum góð skil spreyttu menn sig á níðþungum fótbolta pub quiz spurningum og síðan annað pub quiz sem reyndi meira á þekkingu á reynsluheimi kvenna. Báðar keppnir urðu æsispennandi og þurfti framlengdan bráðabana til að knýja fram úrslit. Að loknu söngatriði var velheppnaðri samkomu slitið en leikmenn eru ekki aldeilis komnir í sumarfrí, næsta æfing er strax á mánudaginn. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook