Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyrarliðið byrjar vel í Þýskalandi - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Þýskalandsævintýrið er byrjað

14. ágúst 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyrarliðið byrjar vel í Þýskalandi

Í nótt flugu strákarnir í Akureyrarliðinu út til Þýskalands þar sem þeir munu verða fram á mánudag. Aðalerindið er þátttaka í fjölþjóðlegu æfingamóti í Dessau sem hefst á föstudaginn. Flogið var næturflug til Berlínar og þaðan ferðast til bæjarins Ziegelheim sem er ca 50 km sunnan við borgina Leipzig í austurhluta Þýskalands. Þar lék Akureyri æfingaleik í dag við heimamenn sem eru með lið í deild sem kallast Mitteldeutsche Oberliga.

Þetta var greinilega mikill viðburður hjá heimamönnum sem auglýstu leikinn vel á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að þetta sé án nokkurs vafa hápunktur undirbúningstímans hjá heimaliðinu. Enda ekki á hverjum degi sem þeir leika æfingaleiki gegn erlendu úrvalsdeildarliði.


Hér má sjá auglýsingu um leikinn á heimasíðu LSV Ziegelheim.

Um leið og leiknum lauk var meira að segja komin umfjöllun um leikinn á heimasíðu Ziegelheim. Þar kemur fram að jafnræði var með liðunum til að byrja með, t.d. var jafnt 7-7 eftir rúmlega 15 mínútna leik. Þá tók Heimir Örn Árnason leikhlé sem greinilega skilaði sér vel því Akureyrarliðið skoraði fjögur mörk í röð og leiddi síðan í hálfleik 10 – 14.

Akureyri hóf seinni hálfleikinn með látum og eftir tíu mínúna leik var forystan orðin átta mörk 11 – 19. Síðustu tuttugu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum og lauk leiknum með öruggum níu marka sigri Akureyrar 15 – 24.

Heimamenn voru himinlifandi með leikinn og Akureyringar bara býsna sáttir með að fá tækifæri til að slípa til liðið, fyrir stórleikinn á móti slóvensku meisturunum í Gorenje Velenje á föstudaginn.

Hér er hægt að lesa þýsku umfjöllunina um leikinn á heimasíðu Ziegelheim.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson