Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Valur sigraði á Opna Norðlenska - uppfært - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Skemmtilegu móti lokið

7. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Valur sigraði á Opna Norðlenska - uppfært

Öllum leikjum mótsins er nú lokið og úrslit dagsins sem hér segir: Akureyri vann Stjörnuna 22-21 eftir að jafnt var í hálfleik 11-11.
Valur vann Fram 25-20 eftir að jafnt var í hálfleik, 11-11.
Stjarnan sigraði Fram 22-21 eftir að hafa verið 11-8 yfir í hálfleik.

Valur sigraði Akureyri í lokaleiknum 28-25 eftir að hafa verið yfir 18-10 í hálfleik.

Röð liðanna er því þannig:
1. Valur 6 stig
2. Akureyri 4 stig
3. Stjarnan 2 stig
4. Fram 0 stig.

Í fyrsta leik laugardagsins mættust Stjarnan og Akureyri. Athygli vakti að þjálfarar Akureyrar stilltu upp hálfgerðu kjúklingaliði en það kom ekki að sök því strákarnir byrjuðu með látum og náðu fljótlega 7-1 forystu. Stjörnumenn rönkuðu við sér og jöfnuðu leikinn í 9-9 og jafnt var í hálfleik 11-11. Akureyrarstrákarnir náðu aftur forystunni í seinni hálfleik en Stjarnan aldrei langt undan. Stjarnan skoraði lokamark leiksins og minnkaði með því muninn í eitt mark en Akureyri fór með sigur 22-21.

Mörk Akureyrar: Arnór Þorsteinsson 4, Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (1 víti), Jón Heiðar Sigurðsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 3 (1 víti), Brynjar Grétarsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Halldór Logi Árnason, Sigþór Heimisson og Þrándur Gíslason 1 mark hver.
Tomas Olavsson stóð í markinu allan tímann og átti frábæran leik, varði 25 skot, þar af 2 vítaköst.

Mörk Stjörnunnar: Ari M. Þorkelsson 5 (2 úr vítum), Egill Magnússon 3 (3 víti), Guðmundur Guðmundsson 3, Vilhjálmur Halldórsson 3, Víglundur Þórsson 3, Hilmar Pálsson, Sverrir Eyjólfsson, Rúnar Kristmannsson og Hjálmtýr Alfreðsson 1 mark hver.
Sigurður Ólafsson varði 17 skot í markinu.

Leikur Vals og Fram var bráðfjörugur, Valur byrjaði betur, náði þriggja marka forystu, 5-2 en Fram sneri dæminu við og náði sömuleiðis þriggja marka forystu 6-9 en jafnt var í hálfleik, 11-11.
Jafnræði var með liðunum fram undir miðjan seinni hálfleikinn en þá sigu Valsmenn framúr og lönduðu að lokum fimm marka sigri, 25-20.

Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 6, Ásbjörn Stefánsson 3, Geir Guðmundsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Júlíus Þórir Stefánssson 3, Elvar Friðriksson 2, Atli Már Báruson, Vignir Stefánsson, Alexander Örn Júlíusson, Sveinn Aron Sveinsson og Bjartur Guðmundsson 1 mark hver.
Í markinu er Hlynur Morthens skráður með 6 vörslur og Lárus Ólafsson með 8.

Mörk Fram: Gummi 8, Garðar Benedikt Sigurjónsson 6, Raggi 2, Sigfús Páll Sigfússon 2, Sveinn Þorgeirsson, Egill og Ármann með 1 mark hver.
Steffan stóð í markinu lengst af og er skráður með 14 varin skot.

Þar á eftir var komið að leik Fram og Stjörnunnar en bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn. Leikurinn var í járnum lengst af fyrri hálfleiks en rétt í blálokin náði Stjarnan þriggja marka forskoti og leiddi í hálfleik 8-11. Einar Hólmgeirsson tók þátt í sóknarleik Stjörnunnar í byrjun og skoraði strax tvö góð mörk. Eftir það kom hann einungis inná til að taka vítaköst Stjörnunnar og kláraði þau öll með tilþrifum.
Sú forysta hélst þar til 10 mínútur voru til leiksloka en þá jafnaði Fram í 19-19. Fram jafnaði aftur í 21-21 á síðustu mínútu leiksins en Stjarnan knúði fram sigur með marki 5 sekúndum fyrir leikslok og þar við sat.

Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7 (5 úr vítum), Andri Hjartar Grétarsson 5, Starri Friðriksson 3, Ari M. Þorkelsson 2, Egill Magnússon 2, Víglundur Þórsson, Sverrir Eyjólfsson og Ari Pétursson 1 mark hver.

Mörk Fram: Garðar Benedikt Sigurjónsson 8, Sveinn Þorgeirsson 6, Ármann 4, Birkir, Raggi og leikmaður nr. 8 skoruðu 1 mark hver.

Lokaleikur mótsins var á milli Akureyrar og Vals og skar úr um hvort liðið yrði sigurvegari mótsins. Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik en í stöðunni 9-8 fyrir Val hrökk allt í baklás hjá Akureyrarliðinu og Valsmenn skoruðu hvert markið á fætur öðru, flest úr hraðaupphlaupum þannig að í hálfleik var staðan 18-10 Valsmönnum í vil.
Mest varð forysta Vals níu mörk 20-11 í upphafi seinni hálfleiks. En Akureyrarliðið vaknaði til lífsins á ný og vann muninn smám saman niður í þrjú mörk, 25-22 en lengra komust þeir ekki og Valur hélt út til leiksloka en lokatölur urðu 28-25 Valsmönnum í vil.

Mörk Vals: Elvar Friðriksson 7, Júlíus Þórir Stefánsson 5, Vignir Stefánsson 4, Geir Guðmundsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 3, Ásbjörn Stefánsson, Sveinn Aron Sveinsson og Bjartur Guðmundsson 1 mark hver.
Í markinu er Hlynur skráður fyrir 13 vörslum og Lárus Ólafsson 3.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10, Andri Snær Stefánsson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Þrándur Gíslason 3, Vladimir Zejak 2, Sigþór Heimisson 2, Friðrik Svavarsson og Halldór Logi Árnason 1 mark hvor.
Jovan Kukobat stóð í markinu lengst af og átti fínan leik, 15 skot varin, Tomas Olavsson stóð vaktina undir lokin og átti frábæra innkomu með 6 varin skot.


Gömlu samherharnir Andri Snær og Guðmundur Hólmar við upphaf leiksins


Nýju mennirnir Þrándur og Vladimir standa vaktina í vörninni


Kristján Orri með glæsimark úr hægra horninu

Þar með var ljóst að Valsmenn voru sigurvegarar mótsins. Lokahóf var haldið í Höllinni um kvöldið þar sem öll liðin tóku hraustlega til matar síns enda frábært grillkjöt frá Norðlenska var í boði. Þar voru jafnframt veitt verðlaun sem hér segir:
Markvörður mótsins: Tomas Olavsson, Akureyri
Varnarmaður mótsins: Sveinn Þorgeirsson, Fram
Sóknarmaður mótsins: Kristján Orri Jóhannsson, Akureyri
Leikmaður mótsins: Guðmundur Hólmar Helgason, Val.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson