Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri fer til Eyja á laugardaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Erfitt verkefni framundan

28. nóvember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri fer til Eyja á laugardaginn

Það er áhugaverður dagur framundan hjá Akureyri Handboltafélagi á laugardaginn. Ferðalag til Vestmannaeyja og þar bíður erfiður útileikur þar sem menn þurfa að tjalda öllu til sem þeir eiga.
Akureyrarliðið átti flottan leik í síðustu umferð og sýndi að menn eru tilbúnir til að berjast til sigurs allt til leiksloka og engin spurning að menn mæta til Eyja með það hugarfar. Einnig er fullljóst að menn ætla að svara fyrir leikinn gegn ÍBV hér í Höllinni þar sem Eyjamenn hreinlega niðurlægðu heimamenn sem náðu sér engan vegin á strik.

Eyjamenn hafa leikið fjóra heimaleiki það sem af er og eru með 50% árangur í þeim, töpuðu fyrsta leiknum illa gegn Haukum, síðan töpuðu þeir naumlega fyrir FH. Í þriðja heimaleik unnu þeir góðan sigur á Fram en knúðu fram eins marks sigur á ÍR í síðasta heimaleik.

Í síðustu umferð töpuðu Eyjamenn útileik gegn Haukum í mjög kaflaskiptum leik en þess ber að geta að tveir lykilmenn liðsins voru meiddir og tóku ekki þátt í leiknum. Þetta eru hægri hornamaðurinn, Theodór Sigurbjörnsson sem meiddist í bikarleik gegn KR og Róbert Aron Hostert sem meiddist í deildarleik gegn Val. Þeir tveir eru einmitt lykilmenn í ÍBV liðinu, Theodór markahæstur með 45 mörk og Róbert þriðji markahæstur með 37 mörk.

Ekki er vitað hver staðan á þeim tveimur verður á laugardaginn en í fjarveru þeirra hafa aðrir leikmenn stigið upp og haldið uppi merkinu. Andri Heimir Friðriksson var markahæstur í leiknum gegn Haukum og er jafnframt annar markahæsti maður liðsins með 43 mörk. Af fleiri markakóngum Eyjamanna má nefna Agnar Smára Jónsson sem var drjúgur gegn Haukunum auk þess að fara illa með Akureyrarliðið hér í Höllinni svo einhverjir séu nefndir.

Allavega er ljóst að hvernig sem staðan verður á þeim Róbert og Theodór þá verða Eyjamenn erfiðir heima sækja og menn þurfa að mæta einbeittir og baráttuglaðir til leiks ef menn ætla ekki að fara tómhentir frá Eyjum. Leikurinn hefst klukkan 13:30 á laugardaginn.


Andri Heimir í Íþróttahöllinni í haust

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson