Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Akureyri hefur ekki leikið í Eyjum síðan 15. mars 200823. janúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri mætir ÍBV í Eyjum á laugardaginn Eftir langt hlé fer Olísdeild karla af stað aftur á laugardaginn þegar Akureyri heldur til Vestmannaeyja og mætir heimamönnum í frestuðum leik sem tilheyrir 10. umferð deildarinnar. Fyrir leikinn munar fjórum stigum á liðunum, Akureyri með 8 stig en ÍBV 12 stig. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig liðin koma til leiks eftir þetta langa hlé en síðasti leikur Akureyrar var sunnudaginn 8. desember þegar liðið lagði HK í bikarkeppninni. Hléið var ekki alveg eins langt hjá ÍBV sem lék gegn FH í deildarbikarnum þann 13. desember og aftur gegn Haukum 2 í bikarkeppninni þann 16. janúar. ÍBV fékk tvo erlenda leikmenn til sín fyrir tímabilið í haust, serbnesku skyttuna Filip Scepanovic og slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar en rifti samningum við þá báða í byrjun desember. Sama gerðist hjá Akureyri sem rifti samningi sínum við serbnesku skyttuna Vladimir Zejak. Fréttir bárust af því í byrjun janúar að ÍBV hefði fengið til sín norskan markvörð, Henrik Eidsvag sem kemur frá liði Jónatans Magnússonar, Kristiansund. Þess má geta að Gunnar þjálfari ÍBV þjálfaði norska liðið á undan Jónatan. Bæði lið glímdu við meiðsli lykilleikmanna, skyttan Róbert Aron Hostert meiddist í leik í 7. umferð og missti af öllum leikjum þar á eftir. Akureyri hefur að sama skapi saknað Bergvins Gíslasonar allt tímabilið en hann fór í axlaraðgerð í sumar. Bergvin var einmitt valinn leikmaður Akureyrarliðsins í lok síðasta tímabils. Það kemur í ljós á laugardaginn hvort þeir eru orðnir leikhæfir á ný en flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 15:30 á laugardaginn. Fimmtudaginn 30. janúar hefst síðan 12. umferð Olís-deildarinnar og þá fær Akureyri Valsmenn í heimsókn. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook