 Enginn leikur í Eyjum á morgun
| | 24. janúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarLeik ÍBV og Akureyrar frestað til sunnudagsins 16. febrúarEkkert verður af leik ÍBV og Akureyrar sem fyrirhugaður var í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag. Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að færa leikinn til sunnudagsins 16. febrúar klukkan 13:30. Þetta er, samkvæmt tilkynningu frá HSÍ, vegna góðs árangurs Íslenska karlalandsliðsins á EM.
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV er einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins og er með liðinu í Danmörku. Auðvitað spyr maður sig af hverju leikurinn var þá upphaflega settur á 25. janúar, voru væntingar HSÍ kannski ekki miklar á að íslenska landsliðið kæmist þetta langt? |