Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Þrándur var sterkur á línunni31. janúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarValsmenn fóru með stigin úr Höllinni Það er óhætt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir í leik Akureyrar og Vals í gærkvöldi. Akureyrarliðið byrjaði leikinn frábærlega og áttu Valsmenn litla möguleika gegn heimamönnum. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan 10-4 fyrir Akureyri og Ólafur Stefánsson tók sitt annað leikhlé. Það greinilega virkaði því Akureyri skoraði ekki mark það sem eftir var hálfleiks en Valsmenn fjögur þannig að hálfleiksstaðan var 10-8 Akureyri í vil.Þrándur Gíslason í kröppum dansi á línunni
Bergvin Þór Gíslason kom inn í Akureyrarliðið í fyrsta sinn á tímabilinu og átti skínandi leik. Það var því mikið áfall strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks að Bergvin meiddist aftur á öxl og varð að yfirgefa völlinn, greinilega sárkvalinn. Seinni hálfleikurinn varð að martröð heimamanna, Valsmenn breyttu stöðunni fljótlega í 11-13 en leikurinn þó í járnum þar til í stöðunni 14-15 en þá hreinlega völtuðu Valsmenn yfir heimamenn. Ekkert gekk í sóknarleiknum, Valsmenn fengu hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru og unnu seinni hálfleikinn með átján mörkum gegn einungis átta mörkum Akureyrar, lokatölur 18-26.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 6 (2 úr vítum), Þrándur Gíslason 5, Gunnar Þórsson 2, Andri Snær Stefánsson, Bergvin Þór Gíslason, Halldór Logi Árnason, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson með 1 mark hver. Í markinu varði Jovan Kukobat 9 skot og Tomas Olason 6 en báðir vörðu sitt hvort vítakastið. Hjá Val var Sveinn Aron Sveinsson markahæstur með 10 mörk, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Geir Guðmundsson 3, Elvar Friðriksson 2, Alexander Örn Júlíusson, Orri Freyr Gíslason, Vignir Stefánsson, Ægir Hrafn Jónsson og Bjartur Guðmundsson 1 mark hver. Hlynur Morthens markvörður Vals átti enn einn stórleikinn í Íþróttahöllinni og öðrum fremur skóp sigur Valsmanna, hann varði 19 skot, þar af 2 vítaköst. Hlynur var valinn besti leikmaður Vals en Þrándur Gíslason í liði heimamanna.Hlynur Morthens er ekki óvanur að fara heim með leikmannaverðlaun Valsmanna í Höllinni
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook