Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bjarni var markahæstur með 10 mörk.7. mars 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarMagnaður sigur á ÍR í Höllinni - umfjöllun Það er óhætt að segja að leikur Akureyrar og ÍR á fimmtudagskvöldið hafi verið kaflaskiptur. Gestirnir byrjuðu af krafti á meðan heimamenn virtust ekki alveg átta sig á að leikurinn væri hafinn. Eftir fjórtán mínútna leik vor ÍR-ingar komnir sex mörkum yfir, staðan 4-10. En þar með tók leikurinn alveg nýja stefnu, Jovan Kukobat varði vítakast frá Sturlu og í kjölfarið var skipt yfir í 3-2-1 vörn auk þess sem bætt var inn aukamanni í sóknarleikinn. Þessi ráðagerð heppnaðist með miklum ágætum. Brynjar Hólm Grétarsson jafnaði í 14-14 og Andri Snær kom liðinu yfir í 17-16 með marki úr hraðaupphlaupi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Akureyri. Það með var ekki öll sagan sögð, Jovan Kukobat hóf seinni hálfleikinn með þremur glæsivörslum og útileikmennirnir létu sitt ekki eftir liggja þannig að eftir tólf mínútna leik kom Andri Snær heimamönnum í fimm marka forystu, 24-19. Hvílíkur viðsnúningur frá því að vera sex mörkum undir 4-10.Þrándur fór mikinn í leiknum og ekki árennilegur með nýja skeggið
Þessi forysta hélst áfram en í stöðunni 29-24 tóku ÍR-ingar smá kipp og minnkuðu muninn í 29-27 en heimamenn gáfu engin færi á sér og náðu fjögurra marka forystu á ný. ÍR átti lokamarkið í leiknum sem lauk með afar dýrmætum þriggja marka sigri Akureyrar, 32-29. Bjarni Fritzson var valinn maður Akureyrarliðsins í leikslok en liðið átti flottan leik ef upphafsmínúturnar eru undanskildar, Jovan Kukobat og Andri Snær Stefánsson voru magnaðir ásamt Gunnari Þórssyni sem fór reyndar meiddur af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks og kom ekki við sögu eftir það.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10, (5 úr vítum), Þrándur Gíslason 6, Andri Snær Stefánsson 5, Gunnar Þórsson 4, Halldór Logi Árnason 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2 og Brynjar Hólm Grétarsson 1. Í markinu varði Jovan Kukobat 19 skot, þar af eitt vítakast.Mörk ÍR: Arnar Birkir Hálfdánsson 7, Davíð Georgsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 5, Sturla Ásgeirsson 4, Brynjar Valgeir Steinarsson 2, Máni Gestsson 2, Daníel Ingi Guðmundsson, Guðni Már Kristinsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson eitt mark hver. Í markinu vörðu Arnór Freyr og Kristófer sjö skot hvor. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook